Erlent

Réðst gegn nýnasistum á Spáni

Lögregla á Spáni greindi frá því í dag að hún hefði handtekið 21 nýnasista í áhlaupi á nokkra staði á Mið- og Suður-Spáni. Mennirnir eru taldir tilheyra alþjóðlegum nýnasistahópi sem nefnist Blóð og heiður og er gefið að sök að hafa verslað ólöglega með vopn og ýta undir hvers kyns kynþáttahatur. Í rassíunni var lagt hald á alls kyns vopn á heimilum nýnasistanna og samkomustöðum þeirra auk bóka og tónlistar þar sem hugmyndarfæði nasista er upphafin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×