Erlent

Lést í lestarslysi í Þýskalandi

Einn maður lést þegar lest fór út af sporinu eftir árekstur við vegavinnuvél í suðurhluta Þýskalands í dag. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglu í bænum Kempten, þar sem slysið varð, að lestin hafi verið á leið frá Ulm til Lindau þegar hún rakst á tjörgunarvél sem var á leið yfir teinana. Líklegt er talið að hinn látni sé lestarstjórinn en auk þess meiddust fimmtán manns lítillega í árekstrinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×