Erlent

Bilið milli flokka eykst

Verkamannaflokkurinn í Bretlandi eykur fylgi sitt samkvæmt tveimur skoðanakönnunum sem birtust í morgun. Flokkurinn mælist með 40 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun dagblaðsins Independent, sem er þrem prósentum meira en í síðustu viku. Fylgi Íhaldsflokksins minnkar hins vegar úr 32 prósentum niður í 30. Í könnun dagblaðsins Times mælist fylgi Verkamannaflokksins 41 prósent en þar mælist Íhaldsflokkurinn með þriðjungsfylgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×