Erlent

Rússar stjórni lýðræðisþróun

Rússar ákveða sjálfir hvernig lýðræði þróast í landinu, sagði Vladímír Pútín í ávarpi til þjóðarinnar í gær og svaraði þannig meðal annars gagnrýni Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún gagnrýndi nýlega þróunina í Rússlandi en Pútín þykir í vaxandi mæli minna á valdamikla ráðamenn Sovétríkjanna fyrr á dögum. Það vakti einnig athygli að Pútín skipaði skattayfirvöldum í ávarpinu að hætta að herja á stórfyrirtæki en herferðir gegn rússneskum auðmönnum eru sagðar hafa valdið því að erlendir fjárfestar þora ekki að leggja fjármuni í fyrirtæki og uppbyggingu í Rússlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×