Annar auðveldur sigur Haukakvenna 14. apríl 2005 00:01 Haukar sigruðu Valsstúlkur á sannfærandi hátt, 17-26, að Hlíðarenda í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitum DHL-deildarinnar þar sem þær mæta annað hvort ÍBV eða Stjörnunni, en Stjarnan tryggði sér oddaleik í kvöld í mögnuðum leik. Valsstúlkur byrjuðu leikinn af krafti og virtist sem þær væru staðráðnar í að hefna ófaranna frá fyrri leik liðanna á þriðjudag, þar sem þær máttu þola 14 marka tap. Valsstúlkur léku sterka 4-2 vörn þar sem þær náðu að stöðva Ramune Pekarskyte auk þess sem Berglind Hansdóttir, besti maður Valsmanna líkt og oft áður, var með góða markvörslu. Jafnt var með liðunum á fyrstu mínútunum og þegar rúmar 10 mínútur voru liðnar var staðan 5-5 og allt bennti til að framundan væri jafn og skemmtilegur leikur. En þá var komið að Hörpu kafla Melsteð sem tók málin í sínar hendur og skoraði 4 mörk í röð og kom Haukum í 6-10. Við þetta datt allur botn úr leik Valsstúlkna sem sýndu hugmyndasnauðan sónarleik sem og að baráttan sem hafði einkennt varnarleik þeirra á upphafsmínútunum hvarf á orskotsstundu. Valsstúlkur virtust koma einbeittar til síðari hálfleiks, þær minnkuðu muninn strax í 4 mörk, 8-12, en þar við sat. Haukar hreinlega fóru á kostum og á 10 mínútna kafla yfirspiluðu þær andstæðinga sína og breyttu stöðunni í 10-21. Valsliðið virtist á þessum tímakafla heillum horfið, fóru illa með færin og hugmyndaleysið var algjört í sóknarleiknum þar sem þau skot sem skriðu að marki enduðu í öruggum höndum Helgu Torfadóttur, sem átti stórleik í marki Hauka og varði 26 skot í leiknum. Valsstúlkur náðu þó aðeins að klóra í bakkann þegar Anna María Guðmundsdóttir þrjú mörk í röð og minnkaði muninn í 16-22 en þar við sat, Haukar voru hreinlega ofjarlar Valsmanna í þessum leikjum og sigur þeirra vægast sagt sannfærandi. “Ég er ótrúlega sátt við þessi úrslit þar sem stefnan var auðvitað að taka þetta 2-0 en við bjuggumast við þeim brjálaðari enn í síðasta leik. Þær bitu aðeins meira frá sér en við hleyptum þeim aldrei inn í leikinn og náðum að stungum þær af í fyrri hálfleik. Ég vissi alltaf að við myndum vinna þennan leik, hafði það á tilfinningunni þar sem við vorum það vel stemdar. Það er í raun sama hvort það verður Stjarnan eða ÍBV sem við mætum í úrslitunum við erum klárar í það,” sagði Harpa Melsteð, fyrirliði Hauka, sem átti stórleik í kvöld og var markahæðst ásamt Hönnu G. Stefánsdóttur með 7 mörk. "Þetta var mjög sannfærandi ég þorði varla að vona að þetta yrði svona sannfærandi en við spiluðum góða vörn í báðum þessum leikjum sem og mjög góð markvarsla sem lagði grunninn að þessu. Sóknarleikurinn hikstaði soldið hjá okkur í báðum leikjunum og við þurfum að vinna í því fyrir úrslitin,” sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, að leik loknum að vonum ánægður með sigurinn. Tölfræðin úr leiknum: Valur – Haukar 17-26 (7-12) Gangur leiksins: 0-1, 4-3, 5-5, 6-10, (7-12), 8-12, 9-16, 10-21, 16-22, 17-26 Mörk Vals: (Skot innan sviga) Ágústa Edda Björnsdóttir 6/3 (15/5), Anna María Guðmundsdóttir 4 (8), Lilja Valdimarsdóttir 3 (4), Katrín Andrésdóttir 1 (3), Díana Guðjónsdóttir 1/1 (4/1), Hafrún Kristjánsdóttir 1 (4), Arna Grímsdóttir 1 (8), Soffía Rut Gísladóttir 0 (2), Thelma Benediktsdóttir 0 (2). Varin skot: Berglind Hansdóttir 16 (af 42/1, 38%) Fiskuð víti: Hafrún 4, Lilja, Ágústa Edda. Vítanýting: 60%, skoruðu úr 4 af 6 vítum. Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Lilja 2, Arna, Kartín). Brottvísanir: 8 mínútur. Mörk Hauka: (Skot innan sviga) Hanna G. Stefánsdóttir 7/1 (8/1), Harpa Melsteð 7 (10), Ragnhildur Guðmundsdóttir 3 (9), Ramune Pekarskyte 3 (10), Inga Fríða Tryggvadóttir 2 (2), Anna Halldórsdóttir 2 (2), Martha Hermannsdóttir 2 (5), Ingibjörg Karlsdóttir 0 (1), Erna Þráinsdóttir 0 (2), Áslaug Þorgeirsdóttir 0 (3). Varin skot: Helga Torfadóttir 26/1 (af 43/4, 62%), Kristina Matuzeviciute 1/1 (af 2/2, 50%) Fiskuð víti: Anna. Vítanýting: 100%, skoruðu úr 1 af 1 víti. Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Hanna 2, Harpa, Martha, Ragnhildur, Ramune). Brottvísanir: 4 mínútur. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Sjá meira
Haukar sigruðu Valsstúlkur á sannfærandi hátt, 17-26, að Hlíðarenda í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitum DHL-deildarinnar þar sem þær mæta annað hvort ÍBV eða Stjörnunni, en Stjarnan tryggði sér oddaleik í kvöld í mögnuðum leik. Valsstúlkur byrjuðu leikinn af krafti og virtist sem þær væru staðráðnar í að hefna ófaranna frá fyrri leik liðanna á þriðjudag, þar sem þær máttu þola 14 marka tap. Valsstúlkur léku sterka 4-2 vörn þar sem þær náðu að stöðva Ramune Pekarskyte auk þess sem Berglind Hansdóttir, besti maður Valsmanna líkt og oft áður, var með góða markvörslu. Jafnt var með liðunum á fyrstu mínútunum og þegar rúmar 10 mínútur voru liðnar var staðan 5-5 og allt bennti til að framundan væri jafn og skemmtilegur leikur. En þá var komið að Hörpu kafla Melsteð sem tók málin í sínar hendur og skoraði 4 mörk í röð og kom Haukum í 6-10. Við þetta datt allur botn úr leik Valsstúlkna sem sýndu hugmyndasnauðan sónarleik sem og að baráttan sem hafði einkennt varnarleik þeirra á upphafsmínútunum hvarf á orskotsstundu. Valsstúlkur virtust koma einbeittar til síðari hálfleiks, þær minnkuðu muninn strax í 4 mörk, 8-12, en þar við sat. Haukar hreinlega fóru á kostum og á 10 mínútna kafla yfirspiluðu þær andstæðinga sína og breyttu stöðunni í 10-21. Valsliðið virtist á þessum tímakafla heillum horfið, fóru illa með færin og hugmyndaleysið var algjört í sóknarleiknum þar sem þau skot sem skriðu að marki enduðu í öruggum höndum Helgu Torfadóttur, sem átti stórleik í marki Hauka og varði 26 skot í leiknum. Valsstúlkur náðu þó aðeins að klóra í bakkann þegar Anna María Guðmundsdóttir þrjú mörk í röð og minnkaði muninn í 16-22 en þar við sat, Haukar voru hreinlega ofjarlar Valsmanna í þessum leikjum og sigur þeirra vægast sagt sannfærandi. “Ég er ótrúlega sátt við þessi úrslit þar sem stefnan var auðvitað að taka þetta 2-0 en við bjuggumast við þeim brjálaðari enn í síðasta leik. Þær bitu aðeins meira frá sér en við hleyptum þeim aldrei inn í leikinn og náðum að stungum þær af í fyrri hálfleik. Ég vissi alltaf að við myndum vinna þennan leik, hafði það á tilfinningunni þar sem við vorum það vel stemdar. Það er í raun sama hvort það verður Stjarnan eða ÍBV sem við mætum í úrslitunum við erum klárar í það,” sagði Harpa Melsteð, fyrirliði Hauka, sem átti stórleik í kvöld og var markahæðst ásamt Hönnu G. Stefánsdóttur með 7 mörk. "Þetta var mjög sannfærandi ég þorði varla að vona að þetta yrði svona sannfærandi en við spiluðum góða vörn í báðum þessum leikjum sem og mjög góð markvarsla sem lagði grunninn að þessu. Sóknarleikurinn hikstaði soldið hjá okkur í báðum leikjunum og við þurfum að vinna í því fyrir úrslitin,” sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, að leik loknum að vonum ánægður með sigurinn. Tölfræðin úr leiknum: Valur – Haukar 17-26 (7-12) Gangur leiksins: 0-1, 4-3, 5-5, 6-10, (7-12), 8-12, 9-16, 10-21, 16-22, 17-26 Mörk Vals: (Skot innan sviga) Ágústa Edda Björnsdóttir 6/3 (15/5), Anna María Guðmundsdóttir 4 (8), Lilja Valdimarsdóttir 3 (4), Katrín Andrésdóttir 1 (3), Díana Guðjónsdóttir 1/1 (4/1), Hafrún Kristjánsdóttir 1 (4), Arna Grímsdóttir 1 (8), Soffía Rut Gísladóttir 0 (2), Thelma Benediktsdóttir 0 (2). Varin skot: Berglind Hansdóttir 16 (af 42/1, 38%) Fiskuð víti: Hafrún 4, Lilja, Ágústa Edda. Vítanýting: 60%, skoruðu úr 4 af 6 vítum. Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Lilja 2, Arna, Kartín). Brottvísanir: 8 mínútur. Mörk Hauka: (Skot innan sviga) Hanna G. Stefánsdóttir 7/1 (8/1), Harpa Melsteð 7 (10), Ragnhildur Guðmundsdóttir 3 (9), Ramune Pekarskyte 3 (10), Inga Fríða Tryggvadóttir 2 (2), Anna Halldórsdóttir 2 (2), Martha Hermannsdóttir 2 (5), Ingibjörg Karlsdóttir 0 (1), Erna Þráinsdóttir 0 (2), Áslaug Þorgeirsdóttir 0 (3). Varin skot: Helga Torfadóttir 26/1 (af 43/4, 62%), Kristina Matuzeviciute 1/1 (af 2/2, 50%) Fiskuð víti: Anna. Vítanýting: 100%, skoruðu úr 1 af 1 víti. Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Hanna 2, Harpa, Martha, Ragnhildur, Ramune). Brottvísanir: 4 mínútur. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Sjá meira