Annar auðveldur sigur Haukakvenna 14. apríl 2005 00:01 Haukar sigruðu Valsstúlkur á sannfærandi hátt, 17-26, að Hlíðarenda í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitum DHL-deildarinnar þar sem þær mæta annað hvort ÍBV eða Stjörnunni, en Stjarnan tryggði sér oddaleik í kvöld í mögnuðum leik. Valsstúlkur byrjuðu leikinn af krafti og virtist sem þær væru staðráðnar í að hefna ófaranna frá fyrri leik liðanna á þriðjudag, þar sem þær máttu þola 14 marka tap. Valsstúlkur léku sterka 4-2 vörn þar sem þær náðu að stöðva Ramune Pekarskyte auk þess sem Berglind Hansdóttir, besti maður Valsmanna líkt og oft áður, var með góða markvörslu. Jafnt var með liðunum á fyrstu mínútunum og þegar rúmar 10 mínútur voru liðnar var staðan 5-5 og allt bennti til að framundan væri jafn og skemmtilegur leikur. En þá var komið að Hörpu kafla Melsteð sem tók málin í sínar hendur og skoraði 4 mörk í röð og kom Haukum í 6-10. Við þetta datt allur botn úr leik Valsstúlkna sem sýndu hugmyndasnauðan sónarleik sem og að baráttan sem hafði einkennt varnarleik þeirra á upphafsmínútunum hvarf á orskotsstundu. Valsstúlkur virtust koma einbeittar til síðari hálfleiks, þær minnkuðu muninn strax í 4 mörk, 8-12, en þar við sat. Haukar hreinlega fóru á kostum og á 10 mínútna kafla yfirspiluðu þær andstæðinga sína og breyttu stöðunni í 10-21. Valsliðið virtist á þessum tímakafla heillum horfið, fóru illa með færin og hugmyndaleysið var algjört í sóknarleiknum þar sem þau skot sem skriðu að marki enduðu í öruggum höndum Helgu Torfadóttur, sem átti stórleik í marki Hauka og varði 26 skot í leiknum. Valsstúlkur náðu þó aðeins að klóra í bakkann þegar Anna María Guðmundsdóttir þrjú mörk í röð og minnkaði muninn í 16-22 en þar við sat, Haukar voru hreinlega ofjarlar Valsmanna í þessum leikjum og sigur þeirra vægast sagt sannfærandi. “Ég er ótrúlega sátt við þessi úrslit þar sem stefnan var auðvitað að taka þetta 2-0 en við bjuggumast við þeim brjálaðari enn í síðasta leik. Þær bitu aðeins meira frá sér en við hleyptum þeim aldrei inn í leikinn og náðum að stungum þær af í fyrri hálfleik. Ég vissi alltaf að við myndum vinna þennan leik, hafði það á tilfinningunni þar sem við vorum það vel stemdar. Það er í raun sama hvort það verður Stjarnan eða ÍBV sem við mætum í úrslitunum við erum klárar í það,” sagði Harpa Melsteð, fyrirliði Hauka, sem átti stórleik í kvöld og var markahæðst ásamt Hönnu G. Stefánsdóttur með 7 mörk. "Þetta var mjög sannfærandi ég þorði varla að vona að þetta yrði svona sannfærandi en við spiluðum góða vörn í báðum þessum leikjum sem og mjög góð markvarsla sem lagði grunninn að þessu. Sóknarleikurinn hikstaði soldið hjá okkur í báðum leikjunum og við þurfum að vinna í því fyrir úrslitin,” sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, að leik loknum að vonum ánægður með sigurinn. Tölfræðin úr leiknum: Valur – Haukar 17-26 (7-12) Gangur leiksins: 0-1, 4-3, 5-5, 6-10, (7-12), 8-12, 9-16, 10-21, 16-22, 17-26 Mörk Vals: (Skot innan sviga) Ágústa Edda Björnsdóttir 6/3 (15/5), Anna María Guðmundsdóttir 4 (8), Lilja Valdimarsdóttir 3 (4), Katrín Andrésdóttir 1 (3), Díana Guðjónsdóttir 1/1 (4/1), Hafrún Kristjánsdóttir 1 (4), Arna Grímsdóttir 1 (8), Soffía Rut Gísladóttir 0 (2), Thelma Benediktsdóttir 0 (2). Varin skot: Berglind Hansdóttir 16 (af 42/1, 38%) Fiskuð víti: Hafrún 4, Lilja, Ágústa Edda. Vítanýting: 60%, skoruðu úr 4 af 6 vítum. Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Lilja 2, Arna, Kartín). Brottvísanir: 8 mínútur. Mörk Hauka: (Skot innan sviga) Hanna G. Stefánsdóttir 7/1 (8/1), Harpa Melsteð 7 (10), Ragnhildur Guðmundsdóttir 3 (9), Ramune Pekarskyte 3 (10), Inga Fríða Tryggvadóttir 2 (2), Anna Halldórsdóttir 2 (2), Martha Hermannsdóttir 2 (5), Ingibjörg Karlsdóttir 0 (1), Erna Þráinsdóttir 0 (2), Áslaug Þorgeirsdóttir 0 (3). Varin skot: Helga Torfadóttir 26/1 (af 43/4, 62%), Kristina Matuzeviciute 1/1 (af 2/2, 50%) Fiskuð víti: Anna. Vítanýting: 100%, skoruðu úr 1 af 1 víti. Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Hanna 2, Harpa, Martha, Ragnhildur, Ramune). Brottvísanir: 4 mínútur. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Haukar sigruðu Valsstúlkur á sannfærandi hátt, 17-26, að Hlíðarenda í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitum DHL-deildarinnar þar sem þær mæta annað hvort ÍBV eða Stjörnunni, en Stjarnan tryggði sér oddaleik í kvöld í mögnuðum leik. Valsstúlkur byrjuðu leikinn af krafti og virtist sem þær væru staðráðnar í að hefna ófaranna frá fyrri leik liðanna á þriðjudag, þar sem þær máttu þola 14 marka tap. Valsstúlkur léku sterka 4-2 vörn þar sem þær náðu að stöðva Ramune Pekarskyte auk þess sem Berglind Hansdóttir, besti maður Valsmanna líkt og oft áður, var með góða markvörslu. Jafnt var með liðunum á fyrstu mínútunum og þegar rúmar 10 mínútur voru liðnar var staðan 5-5 og allt bennti til að framundan væri jafn og skemmtilegur leikur. En þá var komið að Hörpu kafla Melsteð sem tók málin í sínar hendur og skoraði 4 mörk í röð og kom Haukum í 6-10. Við þetta datt allur botn úr leik Valsstúlkna sem sýndu hugmyndasnauðan sónarleik sem og að baráttan sem hafði einkennt varnarleik þeirra á upphafsmínútunum hvarf á orskotsstundu. Valsstúlkur virtust koma einbeittar til síðari hálfleiks, þær minnkuðu muninn strax í 4 mörk, 8-12, en þar við sat. Haukar hreinlega fóru á kostum og á 10 mínútna kafla yfirspiluðu þær andstæðinga sína og breyttu stöðunni í 10-21. Valsliðið virtist á þessum tímakafla heillum horfið, fóru illa með færin og hugmyndaleysið var algjört í sóknarleiknum þar sem þau skot sem skriðu að marki enduðu í öruggum höndum Helgu Torfadóttur, sem átti stórleik í marki Hauka og varði 26 skot í leiknum. Valsstúlkur náðu þó aðeins að klóra í bakkann þegar Anna María Guðmundsdóttir þrjú mörk í röð og minnkaði muninn í 16-22 en þar við sat, Haukar voru hreinlega ofjarlar Valsmanna í þessum leikjum og sigur þeirra vægast sagt sannfærandi. “Ég er ótrúlega sátt við þessi úrslit þar sem stefnan var auðvitað að taka þetta 2-0 en við bjuggumast við þeim brjálaðari enn í síðasta leik. Þær bitu aðeins meira frá sér en við hleyptum þeim aldrei inn í leikinn og náðum að stungum þær af í fyrri hálfleik. Ég vissi alltaf að við myndum vinna þennan leik, hafði það á tilfinningunni þar sem við vorum það vel stemdar. Það er í raun sama hvort það verður Stjarnan eða ÍBV sem við mætum í úrslitunum við erum klárar í það,” sagði Harpa Melsteð, fyrirliði Hauka, sem átti stórleik í kvöld og var markahæðst ásamt Hönnu G. Stefánsdóttur með 7 mörk. "Þetta var mjög sannfærandi ég þorði varla að vona að þetta yrði svona sannfærandi en við spiluðum góða vörn í báðum þessum leikjum sem og mjög góð markvarsla sem lagði grunninn að þessu. Sóknarleikurinn hikstaði soldið hjá okkur í báðum leikjunum og við þurfum að vinna í því fyrir úrslitin,” sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, að leik loknum að vonum ánægður með sigurinn. Tölfræðin úr leiknum: Valur – Haukar 17-26 (7-12) Gangur leiksins: 0-1, 4-3, 5-5, 6-10, (7-12), 8-12, 9-16, 10-21, 16-22, 17-26 Mörk Vals: (Skot innan sviga) Ágústa Edda Björnsdóttir 6/3 (15/5), Anna María Guðmundsdóttir 4 (8), Lilja Valdimarsdóttir 3 (4), Katrín Andrésdóttir 1 (3), Díana Guðjónsdóttir 1/1 (4/1), Hafrún Kristjánsdóttir 1 (4), Arna Grímsdóttir 1 (8), Soffía Rut Gísladóttir 0 (2), Thelma Benediktsdóttir 0 (2). Varin skot: Berglind Hansdóttir 16 (af 42/1, 38%) Fiskuð víti: Hafrún 4, Lilja, Ágústa Edda. Vítanýting: 60%, skoruðu úr 4 af 6 vítum. Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Lilja 2, Arna, Kartín). Brottvísanir: 8 mínútur. Mörk Hauka: (Skot innan sviga) Hanna G. Stefánsdóttir 7/1 (8/1), Harpa Melsteð 7 (10), Ragnhildur Guðmundsdóttir 3 (9), Ramune Pekarskyte 3 (10), Inga Fríða Tryggvadóttir 2 (2), Anna Halldórsdóttir 2 (2), Martha Hermannsdóttir 2 (5), Ingibjörg Karlsdóttir 0 (1), Erna Þráinsdóttir 0 (2), Áslaug Þorgeirsdóttir 0 (3). Varin skot: Helga Torfadóttir 26/1 (af 43/4, 62%), Kristina Matuzeviciute 1/1 (af 2/2, 50%) Fiskuð víti: Anna. Vítanýting: 100%, skoruðu úr 1 af 1 víti. Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Hanna 2, Harpa, Martha, Ragnhildur, Ramune). Brottvísanir: 4 mínútur. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira