Féll fyrir dönskum stígvélum 13. apríl 2005 00:01 "Ég sit einmitt með vinkonu minni og við vorum að tala um föt. Við eigum akkúrat ekkert til að vera í," segir Inga María og þegar blaðakona spyr um uppáhaldið í fataskápnum fer hún alveg í kleinu. "Ég er alltaf í því sama. Dettur þér eitthvað í hug?" spyr hún vinkonu sína. "Heyrðu jú, nú man ég eftir einu. Skórnir sem ég keypti í Köbenhavn. Þetta er stígvél sem ég er eiginlega að reyna að spara en ég ætti auðvitað að nota þau meira hversdagslega áður en þau hætta að vera móðins." Inga María féll strax fyrir dönsku stígvélunum. "Ég sá þau í búðarglugga og þetta varð ást við fyrstu sýn. Þau voru á útsölu en mér fannst þau samt kosta ógeðslega mikinn pening. Dágóðan skilding. En ég féll eiginlega fyrir bandinu sem er yfir ökklann. Það er úr snákaskinni skreytt tveimur semalíusteinum og þremur svörtum. Ég féll fyrir þessu glingri þó ég sé vanalega ekki mikið gefin fyrir slíkt. Snákaskinni er fremst á tánni og líka efst á stígvélunum," segir Inga María sem er alls ekkert tískufrík. "Ég er annars alltaf í því sama -- gallabuxum og svartri peysu. Ég á örugglega tuttugu pör af gallabuxum og fimmtán svartar peysur og boli. Það er frekar leiðinlegt stundum að vera alltaf í því sama, því ég þarf alltaf að taka það fram að ég sé ekki í sömu fötum og í gær," segir Inga María og nýtir tækifærið og skellir sér í sitt besta pils fyrir ljósmyndarann. Mest lesið Arnór hættur með Sögu Lífið Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Lífið samstarf Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Lífið Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Lífið Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Tónlist Þessi fá listamannalaun 2025 Menning Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ Lífið Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Menning Ólík hlutskipti Gunna og Felix Lífið Sandra heitir ekki Barilli Lífið Fleiri fréttir Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
"Ég sit einmitt með vinkonu minni og við vorum að tala um föt. Við eigum akkúrat ekkert til að vera í," segir Inga María og þegar blaðakona spyr um uppáhaldið í fataskápnum fer hún alveg í kleinu. "Ég er alltaf í því sama. Dettur þér eitthvað í hug?" spyr hún vinkonu sína. "Heyrðu jú, nú man ég eftir einu. Skórnir sem ég keypti í Köbenhavn. Þetta er stígvél sem ég er eiginlega að reyna að spara en ég ætti auðvitað að nota þau meira hversdagslega áður en þau hætta að vera móðins." Inga María féll strax fyrir dönsku stígvélunum. "Ég sá þau í búðarglugga og þetta varð ást við fyrstu sýn. Þau voru á útsölu en mér fannst þau samt kosta ógeðslega mikinn pening. Dágóðan skilding. En ég féll eiginlega fyrir bandinu sem er yfir ökklann. Það er úr snákaskinni skreytt tveimur semalíusteinum og þremur svörtum. Ég féll fyrir þessu glingri þó ég sé vanalega ekki mikið gefin fyrir slíkt. Snákaskinni er fremst á tánni og líka efst á stígvélunum," segir Inga María sem er alls ekkert tískufrík. "Ég er annars alltaf í því sama -- gallabuxum og svartri peysu. Ég á örugglega tuttugu pör af gallabuxum og fimmtán svartar peysur og boli. Það er frekar leiðinlegt stundum að vera alltaf í því sama, því ég þarf alltaf að taka það fram að ég sé ekki í sömu fötum og í gær," segir Inga María og nýtir tækifærið og skellir sér í sitt besta pils fyrir ljósmyndarann.
Mest lesið Arnór hættur með Sögu Lífið Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Lífið samstarf Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Lífið Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Lífið Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Tónlist Þessi fá listamannalaun 2025 Menning Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ Lífið Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Menning Ólík hlutskipti Gunna og Felix Lífið Sandra heitir ekki Barilli Lífið Fleiri fréttir Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira