Sport

Weah íhugar forsetaframboð

Fyrrum knattspyrnuhetjan George Weah frá Afríkuríkinu Líberíu er sagður vera að íhuga alvarlega að bjóða sig fram í forsetakostningunum þar í landi í október. Weah átti farsælan knattspyrnuferil og lék meðal annars með liði AC Milan á Ítalíu og var á sínum tíma talinn einn af bestu framherjum í heimi. Hann er gríðarlega vinsæll í heimalandinu og ekki síst meðal yngra fólks. Það er talið muni geta nýst honum vel ef hann býður sig fram og einn yfirlýstra stuðningsmanna hans sagði þetta um hann; "Weah er ekki mikið menntaður, en þessir menntuðu menn sem hafa stýrt landinu til þessa hafa nú ekki verið að gera góða hluti fram að þessu, svo að ég hef ekki áhyggjur af því. Hann er búinn að leggja mikið að mörkum fyrir land sitt og hefur verið ötull í ýmsum góðgerðarmálum, svo að ég held að hann geti átt eftir að gera fína hluti ef hann verður næsti forseti landsins".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×