Sport

Ekki reknir frá félaginu

Samherjarnir hjá Newcastle, Lee Bowyer og Kieron Dyer, sem slógust í leik gegn Aston Villa um helgina og voru báðir reknir af velli, verða ekki reknir frá félaginu. Bowyer var hins vegar sektaður sem nemur sex vikna launum sem er þyngsta möguleiga refsing og aðeins notuð í undantekningatilvikum. Newcastle ætlar að áfrýja rauða spjaldinu sem Dyer fékk en hann fær líklega enga sekt. Lögreglan ætlar hins vegar að ákæra þá fyrir slagsmál á almannafæri. Enskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Bowyer, sem átti upptökin að slagsmálunum, hafi ekki verið í tilfinningalegu jafnvægi því daginn áður hafði unnustan yfirgefið hann. Newcastle tilkynnti í morgun um 570 milljón króna hagnað á rekstri félagsins á síðari hluta síðasta rekstrarárs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×