Góð tilfinning þegar vel gengur 18. mars 2005 00:01 Þegar Rúnar Jónsson var 15 ára byrjaði hann að keppa í ralli sem aðstoðarökumaður. Nú, tuttugu árum síðar, á hann að baki einn glæsilegasta rallökuferil landsins. "Íslandsmeistaratitlarnir eru orðnir 13 eða 14," segir Rúnar hógvær en hann keppir nú með bróður sínum Baldri sem tók við af föður þeirra, Jóni Rúnari Ragnarssyni. "Síðasta keppnistímabil var líklega það besta til þessa. Við vorum að keppa við 10 árum yngri bíl og það átti að vera okkur óyfirstíganlegt. Við náðum samt að sigra tímabilið með yfirburðum og freistumst til að halda að það sé mikið í okkur spunnið," segir Rúnar. Bíllinn sem þeir keppa á er fjórhjóladrifinn Subaru Legacy, sem er langt frá því að vera venjulegur götubíll. "Hann er sérsmíðaður úti í Bretlandi af fyrirtækinu Pro Drive sem sér um smíði keppnisbíla, meðal annars fyrir Subaru-verksmiðjurnar. Bíllinn er 300 hestöfl eftir alþjóðlegum rallreglum. Þetta eru samt engin venjuleg götuhestöfl," segir Rúnar og bætir við að sérstakur gírkassi, drifhlutföll og annar drifbúnaður spili líka stórt hlutverk í að koma bílnum áfram. Rúnar hefur keppt á fjórhjóladrifsbílum frá 1991. Hann segir ekki hægt að líkja þeim saman við bíla á einu drifi þegar kemur að aksturseiginleikum. "Maður er með miklu betra veggrip, bíllinn verður stöðugri og kemst líka betur áfram. Bremsugripið er líka miklu betra svo að bíllinn lætur miklu betur að stjórn. Þetta á ekki bara við um rallbíla, ég keyri stundum fjórhjóladrifsbíl dags daglega og það sama á við í umferðinni," segir Rúnar. Það er varla vanþörf á öllu því veggripi sem fæst þegar maður svífur yfir sérleiðir á fleygiferð. Hvernig tilfinning ætli það sé að keyra rallbíl? "Maður keyrir eingöngu eftir því sem maður heyrir. Allur aksturinn snýst um það sem aðstoðarökumaðurinn segir og því reynum við að vinna leiðarlýsinguna mjög nákvæmlega. Ég horfi bara rétt fyrir framan bílinn og reyni að koma honum eins hratt og ég get, hægi ekkert á mér fyrr en ég fæ skilaboð frá aðstoðarökumanninum. Þegar allt er í réttum takti gengur þetta mjög vel og þá er mjög góð tilfinning að keyra rallbíl," segir Rúnar að lokum.Bræðurnir Baldur og Rúnar Jónssynir við keppnisbíl sinn.Mynd/JAK Bílar Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Þegar Rúnar Jónsson var 15 ára byrjaði hann að keppa í ralli sem aðstoðarökumaður. Nú, tuttugu árum síðar, á hann að baki einn glæsilegasta rallökuferil landsins. "Íslandsmeistaratitlarnir eru orðnir 13 eða 14," segir Rúnar hógvær en hann keppir nú með bróður sínum Baldri sem tók við af föður þeirra, Jóni Rúnari Ragnarssyni. "Síðasta keppnistímabil var líklega það besta til þessa. Við vorum að keppa við 10 árum yngri bíl og það átti að vera okkur óyfirstíganlegt. Við náðum samt að sigra tímabilið með yfirburðum og freistumst til að halda að það sé mikið í okkur spunnið," segir Rúnar. Bíllinn sem þeir keppa á er fjórhjóladrifinn Subaru Legacy, sem er langt frá því að vera venjulegur götubíll. "Hann er sérsmíðaður úti í Bretlandi af fyrirtækinu Pro Drive sem sér um smíði keppnisbíla, meðal annars fyrir Subaru-verksmiðjurnar. Bíllinn er 300 hestöfl eftir alþjóðlegum rallreglum. Þetta eru samt engin venjuleg götuhestöfl," segir Rúnar og bætir við að sérstakur gírkassi, drifhlutföll og annar drifbúnaður spili líka stórt hlutverk í að koma bílnum áfram. Rúnar hefur keppt á fjórhjóladrifsbílum frá 1991. Hann segir ekki hægt að líkja þeim saman við bíla á einu drifi þegar kemur að aksturseiginleikum. "Maður er með miklu betra veggrip, bíllinn verður stöðugri og kemst líka betur áfram. Bremsugripið er líka miklu betra svo að bíllinn lætur miklu betur að stjórn. Þetta á ekki bara við um rallbíla, ég keyri stundum fjórhjóladrifsbíl dags daglega og það sama á við í umferðinni," segir Rúnar. Það er varla vanþörf á öllu því veggripi sem fæst þegar maður svífur yfir sérleiðir á fleygiferð. Hvernig tilfinning ætli það sé að keyra rallbíl? "Maður keyrir eingöngu eftir því sem maður heyrir. Allur aksturinn snýst um það sem aðstoðarökumaðurinn segir og því reynum við að vinna leiðarlýsinguna mjög nákvæmlega. Ég horfi bara rétt fyrir framan bílinn og reyni að koma honum eins hratt og ég get, hægi ekkert á mér fyrr en ég fæ skilaboð frá aðstoðarökumanninum. Þegar allt er í réttum takti gengur þetta mjög vel og þá er mjög góð tilfinning að keyra rallbíl," segir Rúnar að lokum.Bræðurnir Baldur og Rúnar Jónssynir við keppnisbíl sinn.Mynd/JAK
Bílar Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið