Furða sig á RÚV-frumvarpinu 16. mars 2005 00:01 Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa furðu sinni á frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið sem þeir segja slæmt fyrir lýðræðið. Verið að stofna ríkisstjórnarútvarp, segir þingmaður Samfylkingarinnar. Samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra verður Ríkisútvarpinu breytt í sameignarfélag. Ráðherra fer með eignarhlutinn en fimm manna stjórn félagsins verður kjörin á Alþingi. Vinstri - grænir segja það furðulegt að tala um sameignarfélag þar sem ekki sé verið að fjölga eigendum. Þeir telja breytingarnar varasamar því verið sé að fjarlægja stofnunina frá raunverulegum eigendum sínum: íslensku þjóðinni. Ögmundur Jónasson þingflokksformaður segir þetta slæmt fyrir lýðræðið að öllu leyti. „Hvers vegna eru þessar miklu umræður um Ríkisútvarpið núna? Það er vegna þessara tengsla við eigendur Ríkisútvarpsins - mönnum finnst stofnunin koma sér við og hafa aðkomu að því,“ segir Ögmundur. Vinstri - grænir vilja að dregið sé úr pólitískum áhrifum á þann veg að hlutfallskosning á Alþingi ráði ekki um stjórn RÚV. „En í þessu frumvarpi er engin breyting á þessu,“ segir Ögmundur og bætir við að það sé óljóst og með lausa enda. Samfylkingin gagnrýnir að meirihluti Alþingis fái meirihluta í útvarpsstjórn og bendir á að hafi markmiðið með frumvarpinu verið að draga úr pólitískum áhrifum á daglegan rekstur Ríkisútvarpsins, þá gangi það ekki upp samkvæmt þeim breytingum sem lagðar séu til. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það þurfi að stefna að öflugu, sjálfstæðu almannaútvarpi, en ekki „ríkisstjórnarútvarpi“ eins og þetta frumvarp beri allt of mikinn keim af. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að með frumvarpinu sé verið að að nútímavæða RÚV til að stofnunin geti komið til móts við nýja tíma í fjölmiðlarekstri. „Það sem skiptir máli er að Ríkisútvarpið geti staðið stöndugt í þeirra samkeppni en náttúrlega fyrst og síðast staðið undir því almannaþjónustuhlutverki sem því ber skylda til að uppfylla,“ segir menntamálaráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa furðu sinni á frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið sem þeir segja slæmt fyrir lýðræðið. Verið að stofna ríkisstjórnarútvarp, segir þingmaður Samfylkingarinnar. Samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra verður Ríkisútvarpinu breytt í sameignarfélag. Ráðherra fer með eignarhlutinn en fimm manna stjórn félagsins verður kjörin á Alþingi. Vinstri - grænir segja það furðulegt að tala um sameignarfélag þar sem ekki sé verið að fjölga eigendum. Þeir telja breytingarnar varasamar því verið sé að fjarlægja stofnunina frá raunverulegum eigendum sínum: íslensku þjóðinni. Ögmundur Jónasson þingflokksformaður segir þetta slæmt fyrir lýðræðið að öllu leyti. „Hvers vegna eru þessar miklu umræður um Ríkisútvarpið núna? Það er vegna þessara tengsla við eigendur Ríkisútvarpsins - mönnum finnst stofnunin koma sér við og hafa aðkomu að því,“ segir Ögmundur. Vinstri - grænir vilja að dregið sé úr pólitískum áhrifum á þann veg að hlutfallskosning á Alþingi ráði ekki um stjórn RÚV. „En í þessu frumvarpi er engin breyting á þessu,“ segir Ögmundur og bætir við að það sé óljóst og með lausa enda. Samfylkingin gagnrýnir að meirihluti Alþingis fái meirihluta í útvarpsstjórn og bendir á að hafi markmiðið með frumvarpinu verið að draga úr pólitískum áhrifum á daglegan rekstur Ríkisútvarpsins, þá gangi það ekki upp samkvæmt þeim breytingum sem lagðar séu til. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það þurfi að stefna að öflugu, sjálfstæðu almannaútvarpi, en ekki „ríkisstjórnarútvarpi“ eins og þetta frumvarp beri allt of mikinn keim af. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að með frumvarpinu sé verið að að nútímavæða RÚV til að stofnunin geti komið til móts við nýja tíma í fjölmiðlarekstri. „Það sem skiptir máli er að Ríkisútvarpið geti staðið stöndugt í þeirra samkeppni en náttúrlega fyrst og síðast staðið undir því almannaþjónustuhlutverki sem því ber skylda til að uppfylla,“ segir menntamálaráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira