Sport

Chelsea í 11 stiga forystu

Chelsea er komið með 11 stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í knattspynu eftir 1-0 sigur á W.B.A. á Stamford Bridge í kvöld. Markið skoraði Didier Drogba á 26. mínútu eftir sendingu frá Damien Duff. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði  en var skipt út af á 74. mínútu fyrir miðjumanninn Jiri Jarosik. Þetta var frestaður leikur og sá eini á dagskrá deildarinnar í kvöld. Chelsea er nú komið með 74 stig á toppi deildarinnar með 11 stiga forystu á Man Utd sem er í 2. sæti og aðeins 9 umferðir eftir í deildinni í vetur. Það þarf því mikið að ganga á hjá Chelsea ef liðið á eftir að missa af titlinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×