Sport

Hasselbaink ekki með Boro

Hollenski framherjinn Jimmy Floyd Hasselbaink verður að öllum líkindum ekki með liði Middlesbrough í síðari leik liðsins við Sporting Lissabon í Evrópukeppni Félagsliða á fimmtudag þar sem Boro þarf að vinna upp 3-2 tap úr fyrri leiknum. Þetta er Boro mikil blóðtaka, því þeir hefðu þurft á kröftum hollendingsins að halda í leiknum, enda er hann þeirra markahæstur á leiktíðinni með 10 mörk. Hasselbaink á við meiðsli að stríða og getur því ekki leikið með liðinu í síðari leiknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×