Sport

Mourinho fylgist með Veron

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, fór ásamt eiganda liðsins, Roman Abramovich, til Ítalíu í gær til að fylgjast með gengi Juan Sebastian Veron sem er í láni hjá Inter frá Chelsea. Veron var víst lítið hrifinn af heimsókn þeirra félaga enda segist hann vera ánægður hjá Inter. "Ég vona að ég verði áfram hér," sagði Veron. Talið er að Mourinho vilji nota Veron hjá Chelsea á næsta tímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×