Sport

Jói Kalli í byrjunarliði Leicster

Jóhannes Karl Guðjónsson er í byrjunarliði Leicester sem leikur nú við úrvalsdeildarlið Blackburn í 8 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Leikurinn hófst kl. 13.00 og er í beinni útsendingu á Sýn. Staðan eftir 10 mínútna leik er enn 0-0. Síðar í dag tekur Newcastle á móti Tottenham og verður sá leikur einnig í beinni á Sýn. Í gær tryggðu Arsenal og Manchester United sér sæti í undanúrslitum keppninnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×