Sport

Gautaborg og Rosenborg sigruðu

Gautaborg og Rosenborg sigruðu í kvöld leiki sína í milliriðlum Norðurlandamóts félagsliða, Royal League. Gautaborg bar sigurorð af Brann á heimavelli hinna síðarnefndu með tveimur mörkum gegn engu. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason léku báðir allan leikinn í vörn Brann. Rosenbarg vann Malmö 2-0 á heimavelli. Samkvæmt vefmiðli norska dagblaðsins Verdens Gang átti Kristján Örn erfitt uppdráttar í leiknum og fóru framherjar Gautaborgar, þeir Peter Ijeh og George Mourad, oft illa með hann og geystust upp vinstri kantinn. Ennfremur greinir Verdens Gang frá því að forráðamenn Brann séu að leita sér að nýju varnarmanni í Belgíu þessa dagana. Úrslit í Royal League í kvöldRosenborg - Malmö 2-0 Roar Strand 3, Alexander Odegaard 89 Brann - Gautaborg 2-0 Alexandersson 38, George Mourad 66



Fleiri fréttir

Sjá meira


×