Sport

Cancellara í forystu

Fabian Cancellara frá Sviss er í forystu eftir fjórar áfanga í París-Nice hjólreiðarkeppninni, sem jafnan er álitinn æfingakeppni fyrir Tour de France sem fram fer í júlí. Cancellara vann fjórðu leiðina, sem spannaði 108 km frá Saint-Peray til Montelimar í Suður-Frakklandi, á tímanum 2:11.03 klukkustundum. Juan Flecha frá Spáni er annar í keppninni, 15 sekúndum á eftir Cancellara, og Bobby Julich frá Bandaríkjunum þriðji, 20 sekúndum á eftir forystusauðinum. Goðsögnin Lance Armstrong, sem hefur unnið Tour de France keppnina sex sinnum í röð, dró sig úr keppni eftir þrjá áfanga og kvaðst slæmur í hálsi. Armstrong var ekki á meðal fremstu manna enda hafði hann gefið það út fyrir keppnina að hann færi eingöngu í hana til að koma sér í form og ætlaði sér ekki sigur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×