Sport

Klitschko og Rahman í hringinn

Bardaginn um WBC heimsmeistaratitilinn í þungavigt milli Vitali Klitschko og Hasim Rahman hefur verið bjargað á síðustu stundu. Rahman hafið áður hótað að hætta við bardagann vegna þess að Klitschko fékk tvöfalt meira borgað og voru fréttir þess efnis að Monte Barrett, boxari sem Don King er með á sinni könnu, myndi koma í hans stað, en Rahman á endanum sættist á 2.5 milljón dollara greiðslu og mun bardaginn því nú fara fram í Madison Square Garden 30. apríl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×