Sport

Holmes heiðruð af drottningu

Breska hlaupadrottningin Kelly Holmes hefur verið sæmd heiðursorðu bresku krúnunnar.  Holmes vann til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar og sagði þetta mikinn heiður fyrir sig. Hlaupakonan knáa táraðist við athöfnina í Buckinghamhöll, þar sem hún var ásamt foreldrum sínum.  "Ég táraðist af því þegar þjóðsöngurinn var leikinn, minnti það mig á verðlaunaafhendinguna í Aþenu og það var æðisleg tilfinning", sagði hin 34 ára gamla afrekskona sem sigraði í 800 og 1500 metra hlaupinu á leikunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×