Sport

Skíðamóti frestað

Úrslitamótinu í Heimsbikarnum á skíðum hefur verið frestað þangað til á morgun og föstudag sökum mikillar ofankomu á keppnisstaðnum í Sviss. Bode Miller frá Bandaríkjunum mun þá reyna að ná í sinn fyrsta sigur í stigakeppninni, en búist er við því að hann fái harða keppni frá Hermann Maier og Benjamin Raich. Forysta Bandaríkjamannsins var afgerandi fyrr á tímabilinu, en nú hefur bilið jafnast á milli bestu manna og Miller gerir sér grein fyrir að hann þarf að taka á honum stóra sínum í síðustu keppninni.  "Ég verð einfaldlega að sigra í síðasta mótinu, því það er sótt hart að mér um þessar mundir", sagði Miller.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×