Erlent

Afsögn ekki á dagskrá

Franski ráðherrann Herve Gaymard þvertekur fyrir að segja af sér í kjölfar uppljóstrana um að ríkissjóður hafi greitt leiguna fyrir lúxusíbúð sem hann býr í á sama tíma og hann leigði út sína eigin íbúð í nágrenninu. Gaymard sagðist í viðtali við dagblaðið Le Figaro ekkert hafa gert rangt og að mannorð sitt væri eins hreint og nýslegin mynt. Hann sagði einnig að hann nyti trausts forsetans og stuðnings forsætisráðherrans, því væri afsögn hans ekki á dagskrá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×