Erlent

Segjast fara frá Líbanon

Líbanski varnarmálaráðherrann, Abdul-Rahim Murad, segir ákvörðun hafa verið tekna um brottför sýrlenska hersins frá strand- og fjallahéruðum Líbanons. Hann sagði hins vegar að sýrlenskar hersveitir yrðu áfram í Bekaadal nærri sýrlensku landamærunum. Murad lýsti þessu yfir eftir að Sýrlenska stjórnin sagðist myndu kalla hersveitir sínar frá Líbanon í samræmi við Taif samkomulagið frá 1989, samkvæmt því á fyrst að kalla heim hersveitir utan Bekaadals og síðan allar hersveitir frá Líbanon. Brottflutningurinn hefur ekki verið tímasettur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×