Deilumálin hrannast upp 24. febrúar 2005 00:01 Þeir eru enn þá vinir en deilumálin hrannast upp og það verður æ grynnra á því góða með þeim. Íran, Tsjetsjenía, Kyoto-bókunin, lýðræði og frelsi fjölmiðla eru meðal ágreiningsefna Bush og Pútíns sem hittust á fundi í dag. Það hefur alltaf verið sérstakt samband á milli George Bush og Vladímírs Pútíns. Pútín hefur heimsótt Bush á búgarð hans í Texas og samstarfsmenn Bush segja að hann hafi ætíð borið mikla virðingu fyrir Pútín. Skugga hefur borið á þessi vinsamlegu samskipti að undanförnu og stjórnvöld í Rússlandi og Bandaríkjunum eru æ oftar á öndverðum meiði. Það er svo sem ekkert nýtt í því að Bandaríkjastjórn sé á annarri skoðun en aðrar þjóðir um ýmis utanríkismál. Ágreiningurinn ristir dýpra þegar kemur að innanríkismálum Rússa því þar telja Rússar að Bandaríkjastjórn sé með puttana í málum sem þeim komi ekki við. Það sem veldur stjórnvöldum í Bandaríkjunum áhyggjum og reyndar mörgum Evrópulöndum líka eru vaxandi einræðistilburðir Pútíns sem hefur múlbundið bæði andstæðinga sína og fjölmiðla. Pútín segist aðeins vera að aðlaga lýðræðishugmyndina að rússneskum veruleika og hefðum. Tsjestjenía er annað ágreiningsefnið og reyndar úrskurðaði mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg í dag að rússnesk yfirvöld hefðu brotið gróflega á mannréttindum Tsjetsjena með framgöngu sinni og aðgerðum gegn aðskilnaðarsinnum í héraðinu. Pútín segist þar vera í baráttu við hryðjuverkamenn, vísar í aðgerðir Bandaríkjastjórnar sjálfrar og segir hana sýna tvískinnung í málinu. Í dag sammæltust Bush og Pútín hins vegar um nauðsyn þess að hvorki Norður-Kórea né Íran kæmu sér upp kjarnorkuvopnum og þá hét Bush því að hann myndi reyna að liðka fyrir inngöngu Rússa í Alþjóðaviðskiptastofnunina. Erlent Fréttir Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Þeir eru enn þá vinir en deilumálin hrannast upp og það verður æ grynnra á því góða með þeim. Íran, Tsjetsjenía, Kyoto-bókunin, lýðræði og frelsi fjölmiðla eru meðal ágreiningsefna Bush og Pútíns sem hittust á fundi í dag. Það hefur alltaf verið sérstakt samband á milli George Bush og Vladímírs Pútíns. Pútín hefur heimsótt Bush á búgarð hans í Texas og samstarfsmenn Bush segja að hann hafi ætíð borið mikla virðingu fyrir Pútín. Skugga hefur borið á þessi vinsamlegu samskipti að undanförnu og stjórnvöld í Rússlandi og Bandaríkjunum eru æ oftar á öndverðum meiði. Það er svo sem ekkert nýtt í því að Bandaríkjastjórn sé á annarri skoðun en aðrar þjóðir um ýmis utanríkismál. Ágreiningurinn ristir dýpra þegar kemur að innanríkismálum Rússa því þar telja Rússar að Bandaríkjastjórn sé með puttana í málum sem þeim komi ekki við. Það sem veldur stjórnvöldum í Bandaríkjunum áhyggjum og reyndar mörgum Evrópulöndum líka eru vaxandi einræðistilburðir Pútíns sem hefur múlbundið bæði andstæðinga sína og fjölmiðla. Pútín segist aðeins vera að aðlaga lýðræðishugmyndina að rússneskum veruleika og hefðum. Tsjestjenía er annað ágreiningsefnið og reyndar úrskurðaði mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg í dag að rússnesk yfirvöld hefðu brotið gróflega á mannréttindum Tsjetsjena með framgöngu sinni og aðgerðum gegn aðskilnaðarsinnum í héraðinu. Pútín segist þar vera í baráttu við hryðjuverkamenn, vísar í aðgerðir Bandaríkjastjórnar sjálfrar og segir hana sýna tvískinnung í málinu. Í dag sammæltust Bush og Pútín hins vegar um nauðsyn þess að hvorki Norður-Kórea né Íran kæmu sér upp kjarnorkuvopnum og þá hét Bush því að hann myndi reyna að liðka fyrir inngöngu Rússa í Alþjóðaviðskiptastofnunina.
Erlent Fréttir Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira