Erlent

Íslendingar vilja fljóðbylgjubörn

Skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar hafa borist margar fyrirspurnir frá fólki sem vill kanna möguleika á ættleiðingum frá hamfarasvæðunum í Asíu. Lisa Yoder, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir fólk vilja gera hvað það geti til að hjálpa til. Ólíklegt sé að það fólk sem hafi haft samband sé þegar á listum félagsins því ættleiðingarferli taki langan tíma. Á vef Íslenskrar ættleiðingar stendur að stjórnvöld þeirra landa sem urðu fyrir flóðbylgjunni hafi lýst því yfir að börn af flóðasvæðunum verði ekki ættleidd fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Stjórnvöld leiti fjölskyldna barnanna sem urðu viðskila við foreldra sína. Reynist börnin munaðarlaus þurfi að finna ættingja þeirra eða vinafólk sem geti tekið við þeim. Finnist þau ekki verði hugsanlega af ættleiðingum frá löndunum. Lisa segir Íslendinga þekkja hvernig sé að lenda í náttúruhamförum. Þeir vilji finna leiðir til að hjálpa til. Íslensk ættleiðing hafi hins vegar ekki sambönd í ríkjunum sem illa urðu úti og sinn tíma taki að koma þeim á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×