Erlent

Páfi aftur á sjúkrahús

Jóhannes Páll páfi annar hefur aftur verið lagður inn á sjúkrahús vegna flensu, en svo virðist sem afturkippur hafi komið í bata hans. Páfi var lagður inn á Gemelli-sjúkrahúsið í Róm snemma í þessum mánuði vegna öndunarerfiðleika í kjölfar flensu og dvaldist þar í tíu daga. Talið var að hann væri á góðum batavegi en svo virðist ekki vera því í morgun var aftur farið með hann á sjúkrahúsið að því er segir í tilkynningu frá Vatíkaninu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×