Erlent

Vænta orðaskaks um lýðræði

Búist er við hressilegum orðaskiptum á milli George Bush Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, þegar þeir hittast á fundi í Slóvakíu í dag. Yfirvöld í Bandaríkjunum og reyndar víða í Evrópu líka hafa miklar áhyggjur af vaxandi einræðistilburðum Pútíns sem hefur aukið völd sín og múlbundið fjölmiðla í landinu. Pútín stendur hins vegar fast á sínu og segist aðeins vera að aðlaga lýðræðishugmyndina að rússneskum veruleika, hefðum og sögu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×