Flýr undan Fljótsdalslínum 21. febrúar 2005 00:01 "Það kom mér ekki á óvart að eignarnámsheimild hafi verið veitt á minni jörð. Hins vegar kemur á óvart að henni hafi verið synjað annars staðar," segir Sigurður Arnarson, skógarbóndi á Eyrarteigi á Skriðdal. Iðnaðarráðuneytið hefur heimilað Landsneti að taka jörðina eignarnámi, auk tveggja annarra jarða á Héraði. Ráðuneytið synjaði hins vegar ósk um að hið sama gilti um tvær jarðir í Reyðarfirði á þeirri forsendu að ekki þótti sýnt að samningar hefðu verið fullreyndir. Eignarnámið er veitt svo leggja meigi Fljótsdalslínur 3 og 4 en um þær er rafmagn frá Kárahnjúkavirkjun leitt í álverið í Reyðarfirði. "Það á alveg eins við um mig að samningar hafi ekki verið reyndir til fullnustu. Ég nefndi það bara ekki í athugasemdunum og ekki við aðra en mig að sakast." Sigurður gefur ekki mikið fyrir þær samningaviðræður sem þó fóru fram. "Þeir buðu mér ákveðna fjárhæð en ég sagðist vilja fá húsið bætt að fullu. Þá buðu þeir mér 1,2 milljónir fyrir það en ég hafnaði því umsvifalaust. Þá sögðust þeir taka jörðina eignarnámi og þar með lauk samningaviðræðunum." Sigurður segir ekki koma til greina að búa áfram í íbúðarhúsinu eftir að háspennulínurnar verða komnar í hlaðið hjá honum en þær eiga að standa 148 metrum frá húsinu. "Ég tek ekki áhættuna á að ala upp börn í nágrenni við þessar línur." Hann mun því flytja í burtu ásamt sambýliskonu sinni og tveimur börnum þegar línurnar verða settar upp á næsta ári. Hann veit þó ekki hvert. Sigurður er ötull skógarbóndi og hefur plantað á landinu sem Landsnet fær landnýtingarréttindi á. Nokkur þúsund plöntur fara forgörðum. "Það verður lagður vegur yfir plönturnar og þar sem línurnar liggja verður skógurinn höggvinn áður en hann snertir þær. Ég keypti jörðina fyrir rúmum áratug til að rækta skóg." Sigurður getur fallist á þær bætur sem honum voru boðnar fyrir landið, í það minnsta segir hann ekki stóran ágreining um þær. Það er hins vegar húsið sem styrinn stendur um. Matsnefnd eignarnámsbóta mun úrskurða um bætur til handa Sigurði og fjölskyldu. Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira
"Það kom mér ekki á óvart að eignarnámsheimild hafi verið veitt á minni jörð. Hins vegar kemur á óvart að henni hafi verið synjað annars staðar," segir Sigurður Arnarson, skógarbóndi á Eyrarteigi á Skriðdal. Iðnaðarráðuneytið hefur heimilað Landsneti að taka jörðina eignarnámi, auk tveggja annarra jarða á Héraði. Ráðuneytið synjaði hins vegar ósk um að hið sama gilti um tvær jarðir í Reyðarfirði á þeirri forsendu að ekki þótti sýnt að samningar hefðu verið fullreyndir. Eignarnámið er veitt svo leggja meigi Fljótsdalslínur 3 og 4 en um þær er rafmagn frá Kárahnjúkavirkjun leitt í álverið í Reyðarfirði. "Það á alveg eins við um mig að samningar hafi ekki verið reyndir til fullnustu. Ég nefndi það bara ekki í athugasemdunum og ekki við aðra en mig að sakast." Sigurður gefur ekki mikið fyrir þær samningaviðræður sem þó fóru fram. "Þeir buðu mér ákveðna fjárhæð en ég sagðist vilja fá húsið bætt að fullu. Þá buðu þeir mér 1,2 milljónir fyrir það en ég hafnaði því umsvifalaust. Þá sögðust þeir taka jörðina eignarnámi og þar með lauk samningaviðræðunum." Sigurður segir ekki koma til greina að búa áfram í íbúðarhúsinu eftir að háspennulínurnar verða komnar í hlaðið hjá honum en þær eiga að standa 148 metrum frá húsinu. "Ég tek ekki áhættuna á að ala upp börn í nágrenni við þessar línur." Hann mun því flytja í burtu ásamt sambýliskonu sinni og tveimur börnum þegar línurnar verða settar upp á næsta ári. Hann veit þó ekki hvert. Sigurður er ötull skógarbóndi og hefur plantað á landinu sem Landsnet fær landnýtingarréttindi á. Nokkur þúsund plöntur fara forgörðum. "Það verður lagður vegur yfir plönturnar og þar sem línurnar liggja verður skógurinn höggvinn áður en hann snertir þær. Ég keypti jörðina fyrir rúmum áratug til að rækta skóg." Sigurður getur fallist á þær bætur sem honum voru boðnar fyrir landið, í það minnsta segir hann ekki stóran ágreining um þær. Það er hins vegar húsið sem styrinn stendur um. Matsnefnd eignarnámsbóta mun úrskurða um bætur til handa Sigurði og fjölskyldu.
Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira