Stjörnuhrap í Ásgarði 21. febrúar 2005 00:01 Kvennalið Stjörnunnar úr Garðabæ lék síðari leik sinn við Vitarel Jelfa í Áskorendakeppni Evrópu í gær. Eftir dramatískt jafntefli í fyrri leiknum var engu líkara en að Stjörnustúlkur væru orðnar saddar og búnar að fá nóg, því sterkt lið gestanna leyfði þeim aldrei að sjá til sólar í þeim síðari og unnu stórsigur, 33-19. Pólsku stúlkurnar mættu ákveðnar til leiks frá fyrstu mínútu og voru mun öruggari í öllum sínum aðgerðum. Með blöndu af góðri sóknarnýtingu, hörku vörn og góðri markvörslu, náðu þær strax nokkuð þægilegu forskoti sem þær héldu allt til loka leiks. Vitaral Jelfe hafði yfir í hálfleik 13-8, en Stjarnan eygði möguleika þegar þær náðu að skora fyrstu tvö mörk síðari hálfleiks og virtust við það að snúa flæði leiksins á sitt band. Þær pólsku létu þó ekki slá sig út af laginu og skoruðu fimm mörk í röð á góðum kafla. Þrátt fyrir hetjulega baráttu heimaliðsins voru gestirnir einfaldlega of sterkir og þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 27-17 og úrslitin ráðin. Lokatölur leiksins urðu sem áður sagði 33-19 og ljóst að Stjörnustúlkur mættu einfaldlega ofjörlum sínum í gær. Það var Kristín Guðmundsdóttir sem var markahæst í liði Stjörnunnar með 6 mörk og Jelena Jovanovic átti þokkalegan leik í markinu með 13 skot varin. Lið Vitarel Jelfa er með valinn mann í hverju rúmi og var það fyrst og fremst frábær liðsheild sem skóp sigur þeirra, en liðið komst sem kunnugt er í undanúrslit Áskorendakeppninnar í fyrra. Erlendur Ísfeld þjálfari var afar óhress með úrslit leiksins í gær. "Ég er auðvitað svekktur að hafa tapað þessum leik svona stórt, en maður verður að halda sig á jörðinni. Þetta lið var bara einu númeri of stórt og það kom í ljós í dag. Ég hafði dálítið á tilfinningunni að yngri leikmennirnir í liði okkar væru orðnir saddir eftir fyrri leikinn, að hungrið og viljinn sem var til staðar í gær væri ekki þar í dag. Stelpurnar eru auðvitað orðnar dauðþreyttar, bæði líkamlega og andlega eftir mikla keyrslu undanfarið og það er til að mynda búið að kosta okkur mjög mikið í deildinni. Þessir Evrópuleikir eru búnir að skila miklu inn í reynslubankann fyrir stelpurnar og nú förum við bara að gera okkur klár fyrir bikarúrslitin um næstu helgi," sagði Erlendur. Íslenski handboltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar úr Garðabæ lék síðari leik sinn við Vitarel Jelfa í Áskorendakeppni Evrópu í gær. Eftir dramatískt jafntefli í fyrri leiknum var engu líkara en að Stjörnustúlkur væru orðnar saddar og búnar að fá nóg, því sterkt lið gestanna leyfði þeim aldrei að sjá til sólar í þeim síðari og unnu stórsigur, 33-19. Pólsku stúlkurnar mættu ákveðnar til leiks frá fyrstu mínútu og voru mun öruggari í öllum sínum aðgerðum. Með blöndu af góðri sóknarnýtingu, hörku vörn og góðri markvörslu, náðu þær strax nokkuð þægilegu forskoti sem þær héldu allt til loka leiks. Vitaral Jelfe hafði yfir í hálfleik 13-8, en Stjarnan eygði möguleika þegar þær náðu að skora fyrstu tvö mörk síðari hálfleiks og virtust við það að snúa flæði leiksins á sitt band. Þær pólsku létu þó ekki slá sig út af laginu og skoruðu fimm mörk í röð á góðum kafla. Þrátt fyrir hetjulega baráttu heimaliðsins voru gestirnir einfaldlega of sterkir og þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 27-17 og úrslitin ráðin. Lokatölur leiksins urðu sem áður sagði 33-19 og ljóst að Stjörnustúlkur mættu einfaldlega ofjörlum sínum í gær. Það var Kristín Guðmundsdóttir sem var markahæst í liði Stjörnunnar með 6 mörk og Jelena Jovanovic átti þokkalegan leik í markinu með 13 skot varin. Lið Vitarel Jelfa er með valinn mann í hverju rúmi og var það fyrst og fremst frábær liðsheild sem skóp sigur þeirra, en liðið komst sem kunnugt er í undanúrslit Áskorendakeppninnar í fyrra. Erlendur Ísfeld þjálfari var afar óhress með úrslit leiksins í gær. "Ég er auðvitað svekktur að hafa tapað þessum leik svona stórt, en maður verður að halda sig á jörðinni. Þetta lið var bara einu númeri of stórt og það kom í ljós í dag. Ég hafði dálítið á tilfinningunni að yngri leikmennirnir í liði okkar væru orðnir saddir eftir fyrri leikinn, að hungrið og viljinn sem var til staðar í gær væri ekki þar í dag. Stelpurnar eru auðvitað orðnar dauðþreyttar, bæði líkamlega og andlega eftir mikla keyrslu undanfarið og það er til að mynda búið að kosta okkur mjög mikið í deildinni. Þessir Evrópuleikir eru búnir að skila miklu inn í reynslubankann fyrir stelpurnar og nú förum við bara að gera okkur klár fyrir bikarúrslitin um næstu helgi," sagði Erlendur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sjá meira