Sport

Bolton yfir gegn Fulham

Bolton hefur yfir í hálfleik í viðureign sinni gegn Fulham í 5. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Aðeins eitt mark hefur verið skorað og það gerði Kevin Davies á 12. mínútu leiksins. Jóhannes Karl Guðjónsson er í liði Leicester sem sækir Hermann Hreiðarsson og félaga í Charlton heim. Staðan þar í hálfleik er 1-1. Hálfleikstölur í ensku bikarkeppninniBolton - Fulham 1-0 Davies 12 Charlton - Leicester 1-1 Bartlett 45 - Dabizas 38 Southampton - Brentford 2-1 Camara 4,36 - Rankin 40 Leik lokiðArsenal - Sheffield United 1-1 Pires 78 - Gray 90 (víti)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×