Sport

Jafnt á Highbury

Arsenal og Sheffield United skildu í dag jöfn í viðureign sinni í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, 1-1. Dennis Bergkamp var vikið af velli fyrir að slá til Danny Cullip á 35. mínutu. Einum færri komust leikmenn Arsenal yfir með marki Robert Pires á 78. mínutu en Andy Gray jafnaði fyrir Sheffield á lokamínútu leiksins með marki úr vítaspyrnu. Það var áðurnefndur Danny Cullip sem fiskaði vítaspyrnuna er hann spyrnti knettinum í hönd svissneska varnarmannsins Phillippe Senderos í liði Arsenal. Liðin þurfa því að mætast aftur, á heimavelli Sheffield, þann þriðja mars næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×