Dagur féll á lyfjaprófi 5. febrúar 2005 00:01 Dagur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, féll á lyfjaprófi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu. Við nánari skoðun kom hins vegar í ljós að í líkama hans er óvenjumikið magn af karlhormónum af náttúrulegum völdum. Var hann því sýknaður. Dagur féll á lyfjaprófi sem tekið var á landsliðsæfingu í handknattleik í Austurbergi 28. júlí síðastliðið sumar en æfingin var liður í undirbúningi fyrir ÓL í Aþenu. Þegar sýni höfðu verið greind kom í ljós að hlutfall testósteróns í sýni Dags var yfir þeim mörkum sem leyfð eru á alþjóðlegum bannlistum og þar með á listum ÍSÍ yfir bönnuð lyf og aðferðir í íþróttum. Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ rannsakaði málið ítarlega í kjölfarið. Fimm þvagsýni voru í heildina tekin hjá Degi Sigurðssyni. Þar af voru fjögur sýni tekin á vegum Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ og voru þau greind af rannsóknarstofu Karolinska-háskólasjúkrahússins í Huddinge í Svíþjóð sem uppfyllir kröfur Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) um greiningar á þvagsýnum íþróttamanna og hefur verið vottuð sem slík. Eitt sýnanna var tekið á Ólympíuleikunum í Aþenu og rannsakað á rannsóknastofu í Aþenu. Niðurstaða Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ er sú að hátt T/E-hlutfall Dags stafi ekki af utanaðkomandi testósteróni eða öðrum efnum sem eru á alþjóðlegum bannlistum. Hún er í samræmi við sérfræðiálit Dr. Mats Garles, yfirmanns rannsóknarstofunnar í Huddinge, og jafnframt í samræmi við greiningu annarra sýna sem rannsóknastofan hefur áður haft til rannsókna. Af framangreindu fæst ekki séð að Dagur Sigurðsson handknattleiksmaður hafi gerst brottlegur við 44. grein laga Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um lyfjamisnotkun og telst því málinu lokið og Dagur sýknaður. Íslenski handboltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, féll á lyfjaprófi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu. Við nánari skoðun kom hins vegar í ljós að í líkama hans er óvenjumikið magn af karlhormónum af náttúrulegum völdum. Var hann því sýknaður. Dagur féll á lyfjaprófi sem tekið var á landsliðsæfingu í handknattleik í Austurbergi 28. júlí síðastliðið sumar en æfingin var liður í undirbúningi fyrir ÓL í Aþenu. Þegar sýni höfðu verið greind kom í ljós að hlutfall testósteróns í sýni Dags var yfir þeim mörkum sem leyfð eru á alþjóðlegum bannlistum og þar með á listum ÍSÍ yfir bönnuð lyf og aðferðir í íþróttum. Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ rannsakaði málið ítarlega í kjölfarið. Fimm þvagsýni voru í heildina tekin hjá Degi Sigurðssyni. Þar af voru fjögur sýni tekin á vegum Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ og voru þau greind af rannsóknarstofu Karolinska-háskólasjúkrahússins í Huddinge í Svíþjóð sem uppfyllir kröfur Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) um greiningar á þvagsýnum íþróttamanna og hefur verið vottuð sem slík. Eitt sýnanna var tekið á Ólympíuleikunum í Aþenu og rannsakað á rannsóknastofu í Aþenu. Niðurstaða Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ er sú að hátt T/E-hlutfall Dags stafi ekki af utanaðkomandi testósteróni eða öðrum efnum sem eru á alþjóðlegum bannlistum. Hún er í samræmi við sérfræðiálit Dr. Mats Garles, yfirmanns rannsóknarstofunnar í Huddinge, og jafnframt í samræmi við greiningu annarra sýna sem rannsóknastofan hefur áður haft til rannsókna. Af framangreindu fæst ekki séð að Dagur Sigurðsson handknattleiksmaður hafi gerst brottlegur við 44. grein laga Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um lyfjamisnotkun og telst því málinu lokið og Dagur sýknaður.
Íslenski handboltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn