Erlent

Flugvél fórst í Afganistan

Farþegaflugvél með yfir hundrað farþega fórst skammt frá Kabúl í Afganistan í nótt. Brak vélarinnar fannst nú skömmu fyrir hádegi en ekkert hafði til hennar spurst frá því í nótt. Vélin var í innanlandsflugi á leið frá Herat til Kabúl. Flugturninn á flugvellinum í Kabúl missti samband við vélina skömmu eftir að henni hafði verið gert að fresta lendingu vegna slæmra skilyrða. Enn er ekkert vitað um afdrif þeirra sem í vélinni voru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×