Erlent

Hermönnum fækkað í Írak á næstunni

Bandarískum hermönnum í Írak verður fækkað um fimmtán þúsund á næstu vikum. Þetta sagði Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á bandaríska þinginu í gær. Hins vegar yrði þeim líklega ekki fækkað meira það sem eftir lifði þessa árs. Wolfowitz sagði að enn hefði aðeins um þriðjungur þjóðvarðliðsins í Írak hlotið tilhlýðilega þjálfun en róið væri að því öllum árum að í októberlok yrðu varnir Íraka að mestu komnar í þeirra eigin hendur. Þá fyrst yrði hægt að skipuleggja brotthvarf bandaríska hersins frá landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×