Stuðningurinn hófst í febrúar 2003 24. janúar 2005 00:01 Íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars. Í millitíðinni töluðu formenn stjórnarflokkanna í austur og vestur í afstöðunni til Íraksdeilunnar. Íslensk stjórnvöld lofuðu stuðningi við Bandaríkjamenn vegna innrásar í Írak þegar í lok febrúar árið 2003. Bæði var leyft að herflugvélar mættu fljúga um lofthelgi landsins og eins hafa viðdvöl á Keflavíkurflugvelli eftir því sem þurfta þætti. Þetta fékkst staðfest í utanríkisráðuneytinu í dag. Ísland var þar í hópi fjörutíu og einnar þjóðar, þar af áttu þrjátíu þeirra eftir að vera á lista hinna viljugu þjóða. Þegar sá listi var birtur 18. mars sama ár lýsti Bandaríkjastjórn því yfir að fimmtán aðrar þjóðir styddu innrásina sem hefðu beðist undan að gera það opinberlega. Þá voru ein eða tvær þjóðir sem voru teknar af listanum þar sem þær höfðu lent þar inni gegn vilja sínum. Daginn eftir að listinn var birtur hvarf nafn Íslands af honum um tíma og menn hafa viljað túlka það svo að ósamkomulag hafi verið um það hjá ráðamönnum hér hvort nafn Íslands ætti að vera þar. Hvað sem er satt í því dúkkaði nafn landsins upp aftur fljótlega. Það er ljóst að þær þjóðir sem lofuðu Bandaríkjamönnum pólitískum stuðningi á lista hinna viljugu þjóða voru mestmegnis þær sömu og lofuðu hernaðarlegum stuðningi hvað varðaði afnot af landi eða lofthelgi í febrúar. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti því þráfaldlega yfir áður en nafn Íslands birtist á þessum lista, síðast í viðtali þann 17. mars árið 2003, daginn áður en hann var birtur með nafni Íslands, að hann teldi að öryggisráðið ætti að eiga síðasta orðið um Íraksdeiluna. Þá hafa þó verið liðnar að minnsta kosti þrjár vikur frá því að Ísland leyfði að flogið yrði um lofthelgi landsins og að herflugvélar hefðu hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Halldór hefur sagt að bandaríska sendiráðinu hafi verið tilkynnt um stuðninginn eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars. Þá varð stuðningur Íslands opinber ásamt stuðningi 29 annarra þjóða. Bandaríska sendiráðið neitar að upplýsa hvenær íslensk stjórnvöld skýrðu frá því að þau styddu innrásina í Írak og nafn landsins mætti birta á lista hinna viljugu þjóða. Hið sama gerði bandaríska utanríkisráðuneytið og vísa á utanríkisráðuneytið hér á landi. Albert Jónsson, sendiherra þar, sagðist ekki vita hvort slíkar upplýsingar væri að finna í ráðuneytinu. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars. Í millitíðinni töluðu formenn stjórnarflokkanna í austur og vestur í afstöðunni til Íraksdeilunnar. Íslensk stjórnvöld lofuðu stuðningi við Bandaríkjamenn vegna innrásar í Írak þegar í lok febrúar árið 2003. Bæði var leyft að herflugvélar mættu fljúga um lofthelgi landsins og eins hafa viðdvöl á Keflavíkurflugvelli eftir því sem þurfta þætti. Þetta fékkst staðfest í utanríkisráðuneytinu í dag. Ísland var þar í hópi fjörutíu og einnar þjóðar, þar af áttu þrjátíu þeirra eftir að vera á lista hinna viljugu þjóða. Þegar sá listi var birtur 18. mars sama ár lýsti Bandaríkjastjórn því yfir að fimmtán aðrar þjóðir styddu innrásina sem hefðu beðist undan að gera það opinberlega. Þá voru ein eða tvær þjóðir sem voru teknar af listanum þar sem þær höfðu lent þar inni gegn vilja sínum. Daginn eftir að listinn var birtur hvarf nafn Íslands af honum um tíma og menn hafa viljað túlka það svo að ósamkomulag hafi verið um það hjá ráðamönnum hér hvort nafn Íslands ætti að vera þar. Hvað sem er satt í því dúkkaði nafn landsins upp aftur fljótlega. Það er ljóst að þær þjóðir sem lofuðu Bandaríkjamönnum pólitískum stuðningi á lista hinna viljugu þjóða voru mestmegnis þær sömu og lofuðu hernaðarlegum stuðningi hvað varðaði afnot af landi eða lofthelgi í febrúar. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti því þráfaldlega yfir áður en nafn Íslands birtist á þessum lista, síðast í viðtali þann 17. mars árið 2003, daginn áður en hann var birtur með nafni Íslands, að hann teldi að öryggisráðið ætti að eiga síðasta orðið um Íraksdeiluna. Þá hafa þó verið liðnar að minnsta kosti þrjár vikur frá því að Ísland leyfði að flogið yrði um lofthelgi landsins og að herflugvélar hefðu hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Halldór hefur sagt að bandaríska sendiráðinu hafi verið tilkynnt um stuðninginn eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars. Þá varð stuðningur Íslands opinber ásamt stuðningi 29 annarra þjóða. Bandaríska sendiráðið neitar að upplýsa hvenær íslensk stjórnvöld skýrðu frá því að þau styddu innrásina í Írak og nafn landsins mætti birta á lista hinna viljugu þjóða. Hið sama gerði bandaríska utanríkisráðuneytið og vísa á utanríkisráðuneytið hér á landi. Albert Jónsson, sendiherra þar, sagðist ekki vita hvort slíkar upplýsingar væri að finna í ráðuneytinu.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira