Adios senor Padron 15. janúar 2005 00:01 Mál málanna í íþróttaheiminum síðustu daga hefur verið mál Jaliesky Garcia Padron. Þessum kúbverska Íslendingi var hent úr íslenska landsliðshópnum um daginn þar sem hann mætti ekki til æfinga á tilsettum tíma og hafði þar að auki ekki fyrir því að láta vita af sér. Garcia fór til Kúbu á milli jóla og nýárs til þess að vera vera viðstaddur jarðarför föður síns. Hann segir farir sínar ekki sléttar af tæknimálum á Kúbu og því hafi hann ekki getað látið vita af sér fyrr en 10. janúar. Það sem kannski vekur mesta athygli er að Garcia játaði blákalt í viðtali við Olíssport á Sýn að hann hefði verið kominn frá Kúbu til Púertó Ríkó 5. eða 6. janúar. Það er enginn skortur á símasambandi á þeirri ágætu eyju. Samt lætur hann ekki í sér heyra fyrr en 10. janúar og fór ekki einu sinni þaðan fyrr en 11. janúar. Garcia heldur því fram að hann hafi haft samband til Íslands um leið og hann kom til Púertó Ríkó. Það hefur enginn hér á landi gefið sig fram sem heyrði í honum fyrr en 10. janúar. Það verður að segjast eins og er að það er skítalykt af þessu máli langar leiðir. HSÍ telur sig hafa heimildir fyrir því að félag Garcia, Göppingen, hafi viljað að hann hvíldi til 10. janúar og Göppingen fór reyndar fram á slíkt hið sama fyrir markvörðinn Martin Galia, sem mun leika með Tékkum á HM. Svo þegar heimasíða Göppingen birti frétt um þá leikmenn sem yrðu í eldlínunni með sínum landsliðum í janúar var hvergi minnst á Garcia. Sú frétt birtist áður en ákvörðun var tekin af Viggó að skilja Garcia eftir. Tilviljun? Það er ekki hægt annað en að draga þær ályktanir að Garcia hafi gengið erinda síns félags. Hvílt til 10. janúar og síðan haft samband. Kannski vonaði félagið, eða hann, að það yrði til þess að honum yrði sparkað úr liðinu? Fréttin á heimasíðu Göppingen svarar eiginlega þeirri spurningu. Garcia vissi allan tímann hvernig æfingaáætlun landsliðsins leit út og málsvörn hans er í besta falli hjákátleg. Hann hefði hæglega getað haft samband miklu fyrr við HSÍ og hann hefði líka getað komið sér til Evrópu mun fyrr en hann gerði. Það er staðreynd sem ekki verður umflúin. Þess í stað kaus hann að hafa það huggulegt á sólarströnd. Ótrúleg framkoma. Ég efast ekki um að hann hefði getað fengið frí til þess að jafna sig vegna andláts föður síns hefði hann beðið um tilfinningalegt svigrúm. Það gerði hann ekki. Þess í stað fór hann í felur. Það er varla hægt að horfa á málið öðruvísi en að telja að Garcia hafi ekki haft neinn áhuga á að spila með landsliðinu í Túnis. Með framkomu sinni í kjölfarið hefur hann þar að auki algjörlega fyrirgert rétt sínum á að vera valinn á ný í hópinn. Vonandi verður það raunin því menn sem hafa ekki meiri metnað fyrir landsliðsins hönd en þetta geta allt eins setið heima hjá sér - eða á sólarströnd í Karabíska hafinu. Íslenski handboltinn Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Mál málanna í íþróttaheiminum síðustu daga hefur verið mál Jaliesky Garcia Padron. Þessum kúbverska Íslendingi var hent úr íslenska landsliðshópnum um daginn þar sem hann mætti ekki til æfinga á tilsettum tíma og hafði þar að auki ekki fyrir því að láta vita af sér. Garcia fór til Kúbu á milli jóla og nýárs til þess að vera vera viðstaddur jarðarför föður síns. Hann segir farir sínar ekki sléttar af tæknimálum á Kúbu og því hafi hann ekki getað látið vita af sér fyrr en 10. janúar. Það sem kannski vekur mesta athygli er að Garcia játaði blákalt í viðtali við Olíssport á Sýn að hann hefði verið kominn frá Kúbu til Púertó Ríkó 5. eða 6. janúar. Það er enginn skortur á símasambandi á þeirri ágætu eyju. Samt lætur hann ekki í sér heyra fyrr en 10. janúar og fór ekki einu sinni þaðan fyrr en 11. janúar. Garcia heldur því fram að hann hafi haft samband til Íslands um leið og hann kom til Púertó Ríkó. Það hefur enginn hér á landi gefið sig fram sem heyrði í honum fyrr en 10. janúar. Það verður að segjast eins og er að það er skítalykt af þessu máli langar leiðir. HSÍ telur sig hafa heimildir fyrir því að félag Garcia, Göppingen, hafi viljað að hann hvíldi til 10. janúar og Göppingen fór reyndar fram á slíkt hið sama fyrir markvörðinn Martin Galia, sem mun leika með Tékkum á HM. Svo þegar heimasíða Göppingen birti frétt um þá leikmenn sem yrðu í eldlínunni með sínum landsliðum í janúar var hvergi minnst á Garcia. Sú frétt birtist áður en ákvörðun var tekin af Viggó að skilja Garcia eftir. Tilviljun? Það er ekki hægt annað en að draga þær ályktanir að Garcia hafi gengið erinda síns félags. Hvílt til 10. janúar og síðan haft samband. Kannski vonaði félagið, eða hann, að það yrði til þess að honum yrði sparkað úr liðinu? Fréttin á heimasíðu Göppingen svarar eiginlega þeirri spurningu. Garcia vissi allan tímann hvernig æfingaáætlun landsliðsins leit út og málsvörn hans er í besta falli hjákátleg. Hann hefði hæglega getað haft samband miklu fyrr við HSÍ og hann hefði líka getað komið sér til Evrópu mun fyrr en hann gerði. Það er staðreynd sem ekki verður umflúin. Þess í stað kaus hann að hafa það huggulegt á sólarströnd. Ótrúleg framkoma. Ég efast ekki um að hann hefði getað fengið frí til þess að jafna sig vegna andláts föður síns hefði hann beðið um tilfinningalegt svigrúm. Það gerði hann ekki. Þess í stað fór hann í felur. Það er varla hægt að horfa á málið öðruvísi en að telja að Garcia hafi ekki haft neinn áhuga á að spila með landsliðinu í Túnis. Með framkomu sinni í kjölfarið hefur hann þar að auki algjörlega fyrirgert rétt sínum á að vera valinn á ný í hópinn. Vonandi verður það raunin því menn sem hafa ekki meiri metnað fyrir landsliðsins hönd en þetta geta allt eins setið heima hjá sér - eða á sólarströnd í Karabíska hafinu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira