Menning

Sjálfstraustið eflt í Sönglist

Söng- og leiklistarskólinn Sönglist er með innritun þessa dagana á námskeið vorannar sem hefjast 10. janúar. Skólinn er til húsa í Borgarleikhúsinu og aðalkennslugreinar eru söngur og leiklist bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Nemendur eru á aldrinum 7-19 ára og er þeim skipt í hópa eftir aldri og getu að sögn Ragnheiðar Hall söngkennara sem er stofnandi skólans ásamt Erlu Ruth Harðardóttur leikkonu. "Þetta eru 12 vikna námskeið, 24 tíma, það er semsagt kennt tvisvar í viku, tvo tíma í senn. Annar tíminn er söngtími og hinn leiklistar," útskýrir Ragnheiður og bætir því við að unnið sé markvisst að því að virkja sköpunarkraft nemenda og efla sjálfstraust þeirra. Námskeiðin enda með nemendasýningu í 13. viku sem haldin er á nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Þá fær hver nemandi að syngja sitt besta lag og taka þátt í söngleik. Svo það er mesta fjör í Sönglist enda aðsóknin góð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×