Sport

Wenger les Chelsea pistilinn

Arsene Wenger hefur lesið Chelsea pistilinn varðandi meintar viðræður félagsins við Ashley Cole fyrir nokkru, en réttað verður í málinu í dag. Knattspyrnustjórinn franski, segir lið Chelsea ótrúlega barnalegt og hrokafullt að ætlast til þess að geta átt ólöglegan fund með leikmanni með kaup í huga og vonast til þess að enginn komist að því. Wenger tekur nokkuð djúpt í árina, því ekki hefur verið staðfest að fundur þjálfara og stjórnarformanns Chelsea við Ashley Cole, hafi raunverulega átt sér stað en réttað verður í málinu í dag. "Því héldu þeir fundinn ekki bara úti á miðri götu í London, fyrir allra augum", sagði Wenger gramur í viðtali við breska fjölmiðla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×