11 mótmælendur handteknir 4. ágúst 2005 00:01 Vinna við byggingu álvers Alcoa við Reyðarfjörð var stöðvuð í fjórar klukkustundir í dag eftir að hópur mótmælenda fór inn á svæðið. Þeir strengdu meðal annars borða með áletruninni „Alcoa græðir - Íslandi blæðir“ og klifruðu upp í byggingakrana. Lögreglumenn frá Eskifirði og Neskaupstað voru kallaðir á vettvang og handtóku ellefu mótmælendur. Allt logaði í átökum á vinnusvæði Bechtel við Álverið í Reyðarfirði í morgun þegar mótmælendur stóriðjuframkvæmda komu sér fyrir með áletraða borða. Níu voru handteknir um hádegisbilið, þrír voru uppi í byggingakrana og þrír aðrir týndir á vinnusvæðinu. Vinna hófst aftur þegar klukkan var korter gengin í þrjú en þá var enn einn mótmælandi uppi í krana. Ákveðið var að hafa lögregluvörð um kranann og ræsa hann ekki meðan maðurinn væri þar enn. Hann var kominn niður um fimmleytið.- Ólafur Páll Sigurðsson, einn mótmælendanna sem eru fyrir austan, segir aðgerðirnar beinast gegn stóriðjustefnu íslenskra stjórnvalda og því að „glæpafyrirtæki á borð við Alcoa séu að ásælast íslenska orku og menga íslenska náttúru og íslenskt þjóðfélag.“ Og Ólafur Páll sakar lögregluna um harðræði við mótmælendur og segir að mótmælum vegna stóriðju verði haldið áfram á svæðinu. Björn S. Lárusson, talsmaður Bechtel, segir að nauðsynlegt hafi verið að loka svæðinu af öryggisástæðum þegar ljóst hafi verið að einhverjir hefði klifrað upp í byggingakrana og hefði lögregla verið kölluð til. Hann segir að reikna megi með að tap fyrirtækisins vegna stöðvunar framkvæmda hafi verið um átta milljónir eða tveggja milljóna vinnutap fyrir hvern klukkutíma sem framkvæmdir lágu niðri. Björn sagði ennfremur að ókannað væri hvort einhverjar skemmdir hefðu verið unnar á tækjum eða búnaði. Hann segir að fyrirtækið virði rétt fólks til að mótmæla á friðsamlegan hátt, en aðgerðir sem þessar séu lögreglumál en ekki fyrirtækisins. Hann segir að þeim hafi verið töluvert brugðið þegar mótmælin hafi hafist því þeir hafi þurft að glíma við aðilana áður og segir Björn aldrei að vita hverju þeir taki upp á. Fjölmiðlum var meinað að taka myndir af vinnusvæðinu meðan lögregluaðgerðirnar stóðu yfir. Spurður hvort fjölmiðlar þurfi ekki að fá að vinna sín störf segir Björn svo vera en þegar aðstæður séu þannig að hætta sé á ferð, eins og í þessu tilviki, þá geti framkvæmdaaðilinn hvorki fylgt fjölmiðlum inn á svæðið né tryggt öryggi þeirra. Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Vinna við byggingu álvers Alcoa við Reyðarfjörð var stöðvuð í fjórar klukkustundir í dag eftir að hópur mótmælenda fór inn á svæðið. Þeir strengdu meðal annars borða með áletruninni „Alcoa græðir - Íslandi blæðir“ og klifruðu upp í byggingakrana. Lögreglumenn frá Eskifirði og Neskaupstað voru kallaðir á vettvang og handtóku ellefu mótmælendur. Allt logaði í átökum á vinnusvæði Bechtel við Álverið í Reyðarfirði í morgun þegar mótmælendur stóriðjuframkvæmda komu sér fyrir með áletraða borða. Níu voru handteknir um hádegisbilið, þrír voru uppi í byggingakrana og þrír aðrir týndir á vinnusvæðinu. Vinna hófst aftur þegar klukkan var korter gengin í þrjú en þá var enn einn mótmælandi uppi í krana. Ákveðið var að hafa lögregluvörð um kranann og ræsa hann ekki meðan maðurinn væri þar enn. Hann var kominn niður um fimmleytið.- Ólafur Páll Sigurðsson, einn mótmælendanna sem eru fyrir austan, segir aðgerðirnar beinast gegn stóriðjustefnu íslenskra stjórnvalda og því að „glæpafyrirtæki á borð við Alcoa séu að ásælast íslenska orku og menga íslenska náttúru og íslenskt þjóðfélag.“ Og Ólafur Páll sakar lögregluna um harðræði við mótmælendur og segir að mótmælum vegna stóriðju verði haldið áfram á svæðinu. Björn S. Lárusson, talsmaður Bechtel, segir að nauðsynlegt hafi verið að loka svæðinu af öryggisástæðum þegar ljóst hafi verið að einhverjir hefði klifrað upp í byggingakrana og hefði lögregla verið kölluð til. Hann segir að reikna megi með að tap fyrirtækisins vegna stöðvunar framkvæmda hafi verið um átta milljónir eða tveggja milljóna vinnutap fyrir hvern klukkutíma sem framkvæmdir lágu niðri. Björn sagði ennfremur að ókannað væri hvort einhverjar skemmdir hefðu verið unnar á tækjum eða búnaði. Hann segir að fyrirtækið virði rétt fólks til að mótmæla á friðsamlegan hátt, en aðgerðir sem þessar séu lögreglumál en ekki fyrirtækisins. Hann segir að þeim hafi verið töluvert brugðið þegar mótmælin hafi hafist því þeir hafi þurft að glíma við aðilana áður og segir Björn aldrei að vita hverju þeir taki upp á. Fjölmiðlum var meinað að taka myndir af vinnusvæðinu meðan lögregluaðgerðirnar stóðu yfir. Spurður hvort fjölmiðlar þurfi ekki að fá að vinna sín störf segir Björn svo vera en þegar aðstæður séu þannig að hætta sé á ferð, eins og í þessu tilviki, þá geti framkvæmdaaðilinn hvorki fylgt fjölmiðlum inn á svæðið né tryggt öryggi þeirra.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira