Innlent

Fékk bolta í höfuðið

Óskað var eftir sjúk­ra­bifreið og lög­reglu að íþrótta­hús­inu í Grinda­vík laust eftir klukkan tíu á mið­­viku­­dagskvöldið, en þar hafði sextán ára pilt­ur á fót­bolta­æf­ingu fengið höf­uð­högg. Að sögn lögreglu í Kefla­vík vank­að­ist hann og var flutt­ur á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja til skoð­un­ar.

Á mið­vikudaginn boð­aði lög­reglan sautján bíla til skoð­unar vegna van­rækslu eig­enda þeirra, stöðvaði mann fyrir að aka á 113 þar sem bara mátti aka á 90 kíló­met­ra hraða og tók einn í há­deg­inu grun­aðan um að aka undir áhrif­um áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×