Innlent

Eldur kom upp í þinghúsinu

Alþingi við Austurvöll. Eldur kom upp í rafmagnstöflu í þinghúsinu í gær og raskaði nokkuð dagskrá Alþingis.
Alþingi við Austurvöll. Eldur kom upp í rafmagnstöflu í þinghúsinu í gær og raskaði nokkuð dagskrá Alþingis.

Fresta þurfti þingstörfum um stund á Alþingi í gærmorgun þegar eldur kom upp í rafmagnstöflu þinghússins. Þá datt út vefur Alþingis á netinu. Bæði lögregla og slökkvilið voru kvödd á vettvang, en áður en björgunarlið mætti hafði starfsfólk þingsins slökkt eldinn.

Eldurinn kom upp skömmu fyrir klukkan hálf tíu um morguninn. Núna stendur yfir einn mesti annatími Alþingis, en þinghúsið var nær almyrkvað fram eftir morgni. Þingfundi sem hefjast átti klukkan tíu var frestað, en þingstörf hófust að nýju klukkan eitt eftir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×