Innlent

ESB endur­skoðar reglur

Framkvæmda­­stjórn Evrópu­sam­bands­ins hef­ur ósk­að eftir til­lög­um um væntan­lega endurskoðun á tilskipunum ESB um fjarskipti frá árinu 2002. Samkvæmt Póst- og fjarskipta­stofnun hefur framkvæmda­stjórn­in lagt fram skjal með helstu álita­efn­um.

Haldinn verður opinn sam­ráðs­fund­ur um málið í Brussel 24. janúar 2006. Stofnunin vekur athygli á því að Samtök evrópskra fjar­skipta­eftir­­lits­­stofn­ana hafi end­ur­skoð­að skýrslu sína um kvaðir sem leggja megi á fyrirtæki með um­tals­verðan markaðsstyrk með það fyrir augum að efla sam­keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×