Erlent

Laug til um fingurinn

Kona, sem fullyrti að hafa fundið fjögurra sentímetra fingurstubb í chilli-rétti sem hún pantaði á skyndibitastaðnum Wendy´s í San Jose í Bandaríkjunum, hefur verið handtekin. Hún lýsti því yfir að hún myndi krefjast skaðabóta frá skyndibitakeðjunni eftir fingurfundinn í chilli-skálinni en eftirgrennslan lögreglu sýndi fram hún sviðsetti atvikið. Konan hefur verið ákærð fyrir samsæri en talsmenn Wendy´s segjast hafa tapað milljónum dollara vegna upploginna ásakana hennar. Viðskiptavinum snarfækkaði í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um fundinn og víðtæk leit var gerð að eiganda fingursins. Sá hefur enn ekki komið í leitirnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×