Erlent

Danskir piltar sækja í húsverk

Fjöldi pilta sem hóf nám við húsmæðra- og handverksskóla í Danmörku nú í haust hefur aldrei verið meiri. Samkvæmt Politiken í dag er þriðji hver nemandi karlkyns en var aðeins fimmtungur nemendafjöldans á síðasta ári. Skýringuna á þessu telja skólayfirvöld vera að finna í því að sífellt fleiri feður ganga í húsverkin á heimilinu og því finnst drengjum það vera sjálfsagðara en hér áður fyrr að kunna sitthvað fyrir sér í þeim efnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×