Chelsea óstöðvandi - Eiður skoraði 15. október 2005 00:01 Chelsea heldur ótrautt áfram sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið er enn með fullt hús stiga eftir 9 leiki og 5-1 sigur á Bolton í dag. Eiður Smári Guðjohnsen átti stórleik eftir að hann kom inn á í hálfleik fyrir Asier del Horno en þá var Chelsea undir, 0-1 með marki Stelios Giannakopoulos á 4. mínútu. Eiður átti þátt í tveimur fyrstu mörkum liðsins sem Frank Lampard og Didier Drogba skoruðu en Lampard og Drogba gerðu tvö mörk hvor í leiknum. Mark Eiðs kom á 74. mínútu og var snyrtilega afgreitt en hann fékk sendingu af eigin vallarhelmingi frá Claude Makelele og rakti boltann upp hálfan vallarhelming Bolton og setti boltann vinstra meginn fram hjá Jussi Jaskalainen í markinu. Chelsea lék manni fleiri frá 59. mínútu þegar Ricardo Gardner fékk rauða spjaldið fyrir að handleika boltann. Arsenal tapaði heldur óvænt fyrir W.B.A. 2-1 þar sem Arsenal komst 1-0 yfir í fyrri hálfleik með marki Philippe Senderos en fyrrum Arsenal sóknarmaðurinn Nwankwo Kanu og Darren Carter tryggðu heimamönnum sigur. Liverpool vann 1-0 sigur á Blackburn þar sem Djibril Cisse skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 75. mínútu. Blackburn léku manni færri frá 33. mínútu þegar Zurab Khizanishvili var rekinn af velli. Man Utd vann 1-3 útisigur á Sunderland þar sem Wayne Rooney, Ruud van Nistelrooy og hinn 17 ára gamli Giuseppe Rossi skoruðu mörk gestanna en Stephen Elliott sem kom til liðsins frá Man City á 125.000 pund í fyrra minnkaði muninn fyrir heimamenn. Tottenham vann Everton 2-0 með mörkum Ahmed Mido og Jermaine Jenas. Kl. 17:15 hófst leikur Middlesbrough og Portsmouth. Chelsea er efst í deildinni eins og áður segir með 27 stig, Tottenham í 2. sæti með 18 stig, Man Utd í 3. sæti með 17 stig og Wigan í 4. sæti með 16 stig. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Chelsea heldur ótrautt áfram sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið er enn með fullt hús stiga eftir 9 leiki og 5-1 sigur á Bolton í dag. Eiður Smári Guðjohnsen átti stórleik eftir að hann kom inn á í hálfleik fyrir Asier del Horno en þá var Chelsea undir, 0-1 með marki Stelios Giannakopoulos á 4. mínútu. Eiður átti þátt í tveimur fyrstu mörkum liðsins sem Frank Lampard og Didier Drogba skoruðu en Lampard og Drogba gerðu tvö mörk hvor í leiknum. Mark Eiðs kom á 74. mínútu og var snyrtilega afgreitt en hann fékk sendingu af eigin vallarhelmingi frá Claude Makelele og rakti boltann upp hálfan vallarhelming Bolton og setti boltann vinstra meginn fram hjá Jussi Jaskalainen í markinu. Chelsea lék manni fleiri frá 59. mínútu þegar Ricardo Gardner fékk rauða spjaldið fyrir að handleika boltann. Arsenal tapaði heldur óvænt fyrir W.B.A. 2-1 þar sem Arsenal komst 1-0 yfir í fyrri hálfleik með marki Philippe Senderos en fyrrum Arsenal sóknarmaðurinn Nwankwo Kanu og Darren Carter tryggðu heimamönnum sigur. Liverpool vann 1-0 sigur á Blackburn þar sem Djibril Cisse skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 75. mínútu. Blackburn léku manni færri frá 33. mínútu þegar Zurab Khizanishvili var rekinn af velli. Man Utd vann 1-3 útisigur á Sunderland þar sem Wayne Rooney, Ruud van Nistelrooy og hinn 17 ára gamli Giuseppe Rossi skoruðu mörk gestanna en Stephen Elliott sem kom til liðsins frá Man City á 125.000 pund í fyrra minnkaði muninn fyrir heimamenn. Tottenham vann Everton 2-0 með mörkum Ahmed Mido og Jermaine Jenas. Kl. 17:15 hófst leikur Middlesbrough og Portsmouth. Chelsea er efst í deildinni eins og áður segir með 27 stig, Tottenham í 2. sæti með 18 stig, Man Utd í 3. sæti með 17 stig og Wigan í 4. sæti með 16 stig.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira