Sport

Souness á jörðinni

Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, telur miklar vinnu vera framundan hjá liðinu þrátt fyrir sigurinn á Olympiakos á útivelli, 3-1, í UEFA bikarnum í gær. "Ég er búinn að vera í boltanum í 37 ár og ekkert er búið fyrr en það er búið," sagði Souness. "Engu að síður er ég mjög stoltur þar sem að Olympiakos hafði ekki tapað heimaleik í Evrópukeppninni til þessa." Heimamenn voru bálreiðir út í dómarann sem gaf tveimur leikmönnum rauð spjöld í fyrri hálfleik og Olympiakos því tveimur færri þar sem eftir lifði leiks. Seinni leikurinn fer fram á St. James Park í Newcastle.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×