Erlent

Kaupa gróðurhús á Gasa

Einkaaðilar munu kaupa gróðurhús af ísraelskum landnemum á Gasasvæðinu fyrir um þrettán milljónir dollara þegar landnemarnir yfirgefa Gasa um miðjan þennan mánuð. Kaupendurnir munu svo gefa palestinsku heimstjórninni gróðurhúsin. Um níu þúsund gyðingar flytjast frá Gasasvæðinu. Samkvæmt samningi þeirra og Palestínumanna verða íbúðarhús þeirra jöfnuð við jörðu til þess að Palestínumenn geti skipulagt byggð eftir eigin höfði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×