Minningarathöfn um Richard Burns haldin í dag

Í dag var haldin sérstök minningarathöfn um rallýkappann Richard Burns, en hann lést af völdum heilaæxlis í síðasta mánuði, aðeins 34 ára að aldri. Burns er eini Englendingurinn sem hefur unnið heimsmeistaratitil ökumanna í ralli, en hann náði þeim árangri á Subaru-bíl sínum árið 2001.