Erlent

Afboðar líklega þjóðaratkvæði

MYND/Reuters
Danir munu að öllum líkindum afboða þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarsáttmála Evrópusambandsins, en hún átti að fara fram 27. september næstkomandi. Heimildarmaður Reuters segir Anders Fogh-Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hafa miklar efasemdir um að samkomulag náist innan Evrópusambandsins um hvernig haga beri framhaldinu eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarsáttmálanum fyrir skemmstu. Búist er við yfirlýsingu frá Rasmussen síðar í dag að loknum samráðsfundum með fulltrúum dönsku stjórnarandstöðunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×