Erlent

Héldu börnum í gíslingu

Eitt barn og tveir byssumenn létu lífið þegar lögregla réðst til atlögu og yfirbugaði mannræningja í Kambódíu sem höfðu haldið tæplega þrjátíu leikskólabörnum í gíslingu í morgun. Sex menn vopnaðir byssum ruddust inn í leikskólann í morgun og tóku um fjörutíu börn í gíslingu en ellefu þeirra var sleppt fljótlega. Börnin voru frá tólf þjóðlöndum og vitað var að nokkur börn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Japan voru inni í skólanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×