Erlent

Abbas tekur öryggissveitir í gegn

MYND/AP
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur skipað þrjá nýja yfirmenn yfir öyggissveitum landsins. Þá hefur Abbas einnig neytt nokkur hundruð starfsmenn öryggissveita landsins til þess að fara á eftirlaun með nýjum lögum sem kveða á um að starfsmenn sveitanna verði að hætta störfum þegar sextugsaldri er náð. Nokkrir þeirra sem hætta voru lykilmenn í öryggissveitum landsins þegar Jassir Arafat var við völd og höfðu bæði Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn farið fram á brotthvarf þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×