Bóna bíla alla helgina 8. desember 2005 06:00 Íslenskir íþróttamenn hafa í gegnum tíðina tekið upp á ýmsu til að safna peningum fyrir keppnisferðalög og handknattleikslið ÍR er þar engin undanteking. Strákarnir ætla í viku æfinga- og stemningsferð til Kanaríeyja 4. janúar næstkomandi og gera þeir ýmislegt til að safna fyrir ferðinni. "Við ætlum að bóna bíla um helgina og svo eru fleiri fjáröflunarleiðir í gangi sem allar eiga það sameiginlegt að vera skemmtilegar," sagði Gísli Guðmundsson, fyrirliði og markvörður ÍR-liðsins. "Stefnan er að ná fyrir allri ferðinni. Við ætlum að gefa út spilastokk með myndum af okkur fljótlega. Svo erum við með happdrætti og einnig verðum við með handboltaskóla í fjóra daga á milli jóla og nýárs þar sem landsliðsmenn mæta í heimsókn. Að lokum verðum við með handboltadag þar sem við leikum við gömlu kempurnar í ÍR og við sama tilefni verður dregið í happdrættinu. Miðinn gildir einnig inn á leikinn." Gísli segir að ekki hafi komið til greina að fara klassískar fjáröflunarleiðir og selja klósettpappír og rækjur. Hann segir auðveldara að virkja menn þegar fjáröflunarleiðirnar eru skemmtilegar. Menn nenni ekki endalaust að troða klósettpappír inn á mömmu sína. "Þessi ferð á að þjappa hópnum saman í þessu langa fríi sem verður í deildakeppninni. Ég fór þarna með Gróttu/KR í fyrra og aðstæður eru verulega góðar," sagði Gísli en ÍR-strákarnir ætla að bóna allan laugardaginn og þeir munu einnig mæta á sunnudag ef þeir ná ekki að anna eftirspurn á laugardeginum. Allar upplýsingar má nálgast á heimasíðu ÍR, www.irsida.is, en þeir sem mæta með bíla gætu átt von á óvæntri uppákomu. "Það eru nokkrir í liðinu sem þola ekki að fara úr að ofan. Hver veit nema þeir píni sig um helgina," sagði Gísli léttur. Íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Fleiri fréttir „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Íslenskir íþróttamenn hafa í gegnum tíðina tekið upp á ýmsu til að safna peningum fyrir keppnisferðalög og handknattleikslið ÍR er þar engin undanteking. Strákarnir ætla í viku æfinga- og stemningsferð til Kanaríeyja 4. janúar næstkomandi og gera þeir ýmislegt til að safna fyrir ferðinni. "Við ætlum að bóna bíla um helgina og svo eru fleiri fjáröflunarleiðir í gangi sem allar eiga það sameiginlegt að vera skemmtilegar," sagði Gísli Guðmundsson, fyrirliði og markvörður ÍR-liðsins. "Stefnan er að ná fyrir allri ferðinni. Við ætlum að gefa út spilastokk með myndum af okkur fljótlega. Svo erum við með happdrætti og einnig verðum við með handboltaskóla í fjóra daga á milli jóla og nýárs þar sem landsliðsmenn mæta í heimsókn. Að lokum verðum við með handboltadag þar sem við leikum við gömlu kempurnar í ÍR og við sama tilefni verður dregið í happdrættinu. Miðinn gildir einnig inn á leikinn." Gísli segir að ekki hafi komið til greina að fara klassískar fjáröflunarleiðir og selja klósettpappír og rækjur. Hann segir auðveldara að virkja menn þegar fjáröflunarleiðirnar eru skemmtilegar. Menn nenni ekki endalaust að troða klósettpappír inn á mömmu sína. "Þessi ferð á að þjappa hópnum saman í þessu langa fríi sem verður í deildakeppninni. Ég fór þarna með Gróttu/KR í fyrra og aðstæður eru verulega góðar," sagði Gísli en ÍR-strákarnir ætla að bóna allan laugardaginn og þeir munu einnig mæta á sunnudag ef þeir ná ekki að anna eftirspurn á laugardeginum. Allar upplýsingar má nálgast á heimasíðu ÍR, www.irsida.is, en þeir sem mæta með bíla gætu átt von á óvæntri uppákomu. "Það eru nokkrir í liðinu sem þola ekki að fara úr að ofan. Hver veit nema þeir píni sig um helgina," sagði Gísli léttur.
Íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Fleiri fréttir „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira